Dienstag, Dezember 19, 2006

 
Fortune dagsins
Joshu: What is the true Way?
Nansen: Every way is the true Way.
J: Can I study it?
N: The more you study, the further from the Way.
J: If I don't study it, how can I know it?

N: The Way does not belong to things seen: nor to things unseen. It does not belong to things known: nor to things unknown. Do not seek it, study it, or name it. To find yourself on it, open yourself as wide as the sky.
-- Höf. óþekktur

Þetta er ekkert smá djúpt... en mér líkar það.


Helstu tíðindi
Við hjónin skruppum í 5 daga ferð til NY þann 6. des síðastliðinn og var markmiðið tvíþætt. Í fyrsta lagi að versla, versla og versla meira og í öðru lagi að borða góðan og fallegan mat. Vorum ekki með neinar sérstakar áætlanir um að skoða fræga staði eða byggingar því við tókum þann pakka 1998.


NY NY baby

Hvað var svo keypt?
1. Toys for us
Jólagjöf handa Skildi Orra, nema hvað.

2. Virgin Megastore
Létum greipar sópa í þessari glæsilegu verslun sem fær BT og Skífuna til að fölna svo ekki sé meira sagt. Af dvd titlum skal nefna Babettes Gæstebud, American Pie unsencored, Highlander, Better off dead, Schindlers List ofl. ofl. Minna fór fyrir CD kaupum en ég lét mig þó hafa það að kaupa Rubber Soul á 10 dollara!

3. Barnes and Nobles
Bækur ahhh, ég froðufelli næstum við tilhugsunina. Risabókabúð á 4 hæðum og má finna rit um hvað það sem hugurinn girnist. Keypti 2 Schaums Outline (önnur um rafeindatækni og hin um Calculus), spænskubók og síðan eina fyrir drenginn sem kennir manni að búa til skutlur, 110 talsins ef ég man rétt.

4. Föt og þess háttar
En það er leyndó, a.m.k. fram að jólum.


Hvar var síðan borðað?
1. Lombardi's Pizza: Geggjaðar
2. Café Habana: flottur cúbverskur hádegismatur.
3. Sushi Yasuda: Ódýrasti kvöldmaturinn en jafnframt einn af þeim betri. Toppurinn var Shushi með úrvalsblátúnfiski.
4. Taó: Þvílíkt flottur staður, risastórt búddalíkneski á gólfinu og allir gestirnir eins og klipptir úr glanstímaritum... ég fékk gæsahúð. Fiskurinn var geggjaður.
5. Asia de Cuba: Besti maturinn og þjónustan, einnig mjög flottur og bar þar af léttsteiktur túnfiskur með wasabikartöflumús.

Það er nokkuð ljóst að ég hlakka mikið til að kíkja aftur til NY.


MR krókurinn
Búinn að fara yfir og gekk flestum mjög vel. Best að fjölyrða sem minnst því það er svo afstætt hvað fólki finnst vera gott og hvað ekki.
Comments:
eða fáyrða sem mest :P
 
ok..veit að þetta var aulabrandari, fer í fimmaurasafnið mitt:S
 
úfff Una, þetta fimmaurasafn þitt er orðið ansi stórt þessa dagana!
hihi ;)
 
Margt smátt gerir eitt stórt!
Þessi var auk þess ekki svo slæmur.
 
fyndið þegar fólk skrifar hihi...sé alltaf fyrir mér litla stelpu að flissa;)
 
hihihi ;) (djók) já Una þú ert farina að reita af þér brandarana hægri vinstri þessa dagana.

En annars TAKK fyrir veturinn Eyjólfur :)
 
svona er þetta að vera í einangrun frá vinum sínum:(

en já,takk kærlega eyjó

p.s. fyndið hvað þetta verður alltaf að spjalli hérna (og alltaf sama fólkið)...er það nokkuð verra?
 
svona er þetta að vera í einangrun frá vinum sínum:(

en já,takk kærlega eyjó

p.s. fyndið hvað þetta verður alltaf að spjalli hérna (og alltaf sama fólkið)...er það nokkuð verra?
 
Þú hatar ekki dissið una!
Og já takk fyrir haustið :)
 
Hildur: Er ekki rangt að segja "reitir af sér brandarana", er það ekki með y? Æj, ég nenni ekki að spá í það:)

Takk annars fyrir haustið og gleðileg jól.
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?