Donnerstag, November 16, 2006

 
Fortune dagsins
You can drive a horse to water, but a pencil must be lead.
-- Höf. óþekktur


Helstu tíðindi
Það er kalt úti. Það er kalt úti. Það er svo hrikalega ömurlega kalt úti að mér líður illa alveg frá hvirfli og niður í iljar. Því sit ég hér í úlpunni og hef ítrekað verið spurður að því hvort ég sé að fara að kenna eða hvort ég sé að fara á fund. Lol.

Engin rjúpa á laugardaginn því Skjöldur Orri er að fara að keppa í fótbolta á laugardaginn og það í lengst í rassgati (Lesist Keflavík). Að því loknu er ættarmót þar sem niðjar langafa og langömmu (Guðrúnar Guðmundsdóttur og Guðmundar Bjarnasonar á Mosvöllum í Önundarfirði) munu hittast og gera sér glaðan dag. Alltaf gaman að hitta fjölskylduna.


MR krókurinn
Ég hef komist að því að innst inni er ég sadisti, allavega er engin önnur útskýring trúverðug á því hvers vegna síðast skyndiprófið var svona langt, strembið og loðið. Ég mun því gera mitt besta til að endurtaka ekki þennan miður skemmtilega gjörning.
Comments:
Úff þú ert á hálum ís með þetta Keflavíkurkomment...það eru hva 3-4 Keflvíkingar í bekknum.
 
Ég segi það og skrifa: Drulluvík !
 
Eflaust ágætt fólk sem býr þarna en það er bara svo langt, langt, langt að fara. Ég gæti ekki einu sinni hugsað mér að búa í Hafnarfirði.
 
Vá hvað ég er sammála þessu. Ég kalla nú Seltjarnarnesið sveit..en það er aðallega í gríni;)
 
Hey!!!! Seltjarnarnesið er ekki sveit, við höfum okkar eigið "mall" og allt!!!

En já, Eyjólfur, hafðu nú prófið létt og skemmtilegt!!!
 
Reyni en einhverra hluta vegna verður það alltaf lengra og strembnara heldur en ég hafði ætlað mér... þetta kemur með æfingunni.
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?