Donnerstag, November 30, 2006

 
Fortune dagsins
Q: What's the difference between an oral and a rectal thermometer?
A: The taste.
-- Höf. óþekktur


Helstu tíðindi
Jólahlaðborð á Apótekinu annað kvöld, ég get varla beðið. Ég hlýt að hafa verið stór og feitur göltur í fyrra lífi því mér finnst svo einstaklega gaman að borða góðan mat.

Annars er frá litlu að segja, hugsa hugsa, jú kannski eitt enn. Ég horfði á myndina "Thank you for Smoking" um daginn og er hún frábær að mínu mati. Eini gallinn er að mér fannst Aaron Eckhart sýna svolítinn aulaleik og handritið kafaði ekki alveg nógu djúpt. Ég held að þetta sé enn eitt dæmið um að hollywood vill útskýra öll smáatriði í hörgul svo að áhorfendur skilji alveg örugglega hvað verið er að fara í stað þess að láta mann átta sig sjálfan á t.d. hvers vegna A segir þetta við B og öfugt. Fyrir vikið eiga persónurnar það til að virka grunnhyggnar og yfirborðskenndar.


MR krókurinn
Búinn að reikna mig í gegn um jólaprófið sem krakkarnir fá. Að sjálfsögðu er það sanngjarnt og verður spennandi að sjá hvernig ungmennin spjara sig. Stór hluti af kennaraeinkunn er í húfi.
Comments:
stór hluti af kennaraeinkunn?? bíddu, gildir jólaprófið ekki bara 1/6 af henni? eða er þetta kannski meira á persónulegu nótunum...:)
 
Jamm 1/6 Jólapróf
1/6 skyndipróf haustannar
1/3 skyndipróf vorannar!
1/3 mat kennara

1/6 er nú ekki beint hverfandi stærð... ca 17%
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?