Mittwoch, November 08, 2006

 
Fortune dagsins
Distrust all those who love you extremely upon a very slight acquaintance and without any visible reason.
-- Lord Chesterfield

Ég þarf a.m.k. ekki að hafa neinar áhyggjur þar sem við Elma erum búin að þekkjast í rúman áratug.


Helstu tíðindi
Skjöldur Orri er 6 ára í dag


Afmælisbarn dagsins

Það var strax ljóst að kappinn var spenntur fyrir deginum því um leið og hann vaknaði hljóp Skjöldur eins og eldibrandur að speglinum í forstofunni og reyndi að meta nákvæmlega hversu mikið hann væri búinn að stækka. Honum til mikilla vonbrigða var ekki mikil breyting greinilega en ég gerði mitt besta til að hughreysta strákinn og sagði að ekki væri spurning um að hann hefði þroskast töluvert og væri miklu mannalegri.

Hvernig á svo að fagna á eftir? Skv. hefðinni fær hann að ráða hvert verður farið að borða og bjuggumst við foreldrarnir við að einhver spennandi staður eins og t.d. McDonalds eða Kentucky í Mosó yrði fyrir valinu en nei...
"Ég vil fara á Sjávarkjallarann og fá exotic menu"

Glætan, bara að bulla. Án gríns þá vill afmælisbarnið fara á Café París og snæða eina eða tvær pönnukökur með sykri eins og við gerðum í sumar sælla minningar. Það verður bara fínt.


MR krókurinn
Nú þarf að keyra upp tempóið fyrir jólaprófið. Annars hefur þetta gengið svo vel síðustu vikurnar að mér er farið að líða hálfilla. 7-9-13.
Comments:
Til hamingju með daginn! Skjöldur Orri 6 ára! annað hvort að bloggarinn tæki við sér, loksins!

ég vona að hann geti haft spes afmæli með ömmu þegar hún kemur heim - hann má velja allt sem við gerum!!!
kv amma
 
Til lukku með litla gríslinginn! :)

Þú hefur væntanlega haldið í vonina að McDonalds í Mos yrði fyrir valinu hjá litla manninum svo þú gætir sjálfur rennt þér niður rennibrautina, ef ég þekki þig rétt?!

;)

-a
 
nema hvað. Ekki má gleyma barninu í sjálfum sér.
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?