Mittwoch, November 01, 2006

 
Fortune dagsins
Chef, n.: Any cook who swears in French.
-- Höf. óþekktur


Helstu tíðindi
Fór aftur á rjúpuveiðar þarsíðustu helgi en í þetta skiptið höfðu fiðruðu leirdúfurnar betur. Við fórum á sama stað og síðast, gengum yfir 10km en allt kom fyrir ekki og sáum við ekki eina einustu rjúpu allan þennan tíma. Hins vegar mátti greina 2 krumma og ca 30 snjótittlinga en hinir fyrrnefndu voru of langt í burtu og hinir síðarnefndu friðaðir.
Afraksturinn: 10 stykki ... nei ekki alveg, það munaði þessum eina!

Síðustu helgi var brugðið út af vananum og skytteríið alveg látið eiga sig. Ég hafði nefnilega planað "óvæntan dag" fyrir konuna og vissi hún ekkert á hverju var von. Ég byrjaði á því að ljúga hana fulla...
Q: Hvað á ég að taka með mér?
A: Ekkert taka þig neitt sérstaklega til, hafðu sundbol með.
Q: Ha sundbol?? Erum við að fara að synda?
A: Neinei, við verðum bara tvö í innnilauginni ásamt sérfræðingnum.
o.s.frv.

Í raun var þetta bara einfalt. Fyrst farið í baðstofuna í Laugum, síðan í klst nudd (2 karlmenn en það er önnur saga), aftur í baðstofuna og svo loks út að borða. Klassadagur!


Hróshornið
Fá að þessu sinni góðar kvikmyndir sem reyna að bæta heiminn, dæmi:
Pay it Forward
Dead Poets Society
As Good as it Gets
ofl.
Comments:
Tja.. í hróshorninu mínu hreppir þú hrósið fyrir að vera svona sætur við konuna þína!

Þessi færsla fer beinustu leið inn á bloggið hjá manninum mínum sem mætti taka þig til fyrirmyndar!

Er ekki hægt að senda þessar færslur á tölvupósti hérna, hvernig er það??!!

-a
 
Ósköp er lítið að gerast á þessari síðu þinni sonur sæll. Hér sit ég langt, langt í burtu og þyrstir í fréttir af lífinu heima og var síðan þín síðasta hálmstráið. En ó nei ekkí...
kv frá mor
 
Ég lofa bót og betrun.
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?