Mittwoch, Oktober 18, 2006

 
Fortune dagsins
How does the guy who drives the snowplow get to work in the mornings?

Hmmm.... kannski hann fari heim á snjóbílnum?


Helstu tíðindi
Eldur og brennisteinn! Þarsíðasta morgun þá afrekaði ég að stíga ofan á gleraugun mín með þeim afleiðingum að umgjörðin beyglaðist verulega öðru megin og glerið fór úr. Nú neyðist ég til að vera með linsurnar allan liðlangan daginn og er það ekki gott, sérstaklega á kvöldin þegar ég er farinn að þreytast.

Ég sótti Skjöld Orra úr fótboltanum í gær þar sem hann var á æfingu hjá 7. flokki Þróttar og eftir smá leit sá ég kappann þar sem hann sat á bekknum. Mig grunaði strax að eitthvað væri ekki með felldu og spurði hvers vegna hann væri ekki að spila og svaraði stráksi um hæl að hann mætti ekki spila vegna þess að hann tók ekki þátt í stórfiskaleiknum. Harður þjálfari!
Málið er að hann er svo hrikalega tapsár og vill af þeim sökum ekki vera klukkaður og í ljósi þess að hann hleypur ekki sérstaklega hratt þá einfaldlega sleppir Skjöldur því alveg að vera með. Ég verð því aðeins að ræða við íþróttamanninn og fá hann til að sjá að það er bara miklu skemmtilegra að vera stórfiskur því þá má maður klukka hina!


Mr krókurinn
Lenti í erfiðri aðstöðu á mánudaginn þar sem valið stóð á milli tveggja slæmra kosta. Ekki ósvipað því að vera staddur á járnbrautarstöð og geta valið hvort að stjórnlaus lest aki yfir tíu manns sem eru fastir á spori 1 með því að gera ekki neitt, eða að hún aki "aðeins" yfir einn sem er fastur á spori 2 með því að skipta sporinu. Hvað um það, stundum þarf því miður að vera leiðinlega harður til að lenda ekki í "úlfur, úlfur" síðar.

Tíminn í dag var aftur á móti mjög góður og held ég að almennt sé hópurinn á réttri braut.
Comments:
haha
 
vó...ég þurfti alveg að lesa í gegnum MR-krókinn nokkrum sinnum til að ná þessu.
 
Svona er þetta. Fólk upplifir atburði hver á sinn hátt. Þess vegna er mjög líklegt að tvær persónur sem eru þátttakendur í sama viðburðinum segi allt öðru vísi frá honum séu þær beðnar um að lýsa uppákomunni.
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?