Donnerstag, September 21, 2006

 
Fortune dagsins
Michelle: What's my name? Say my name, bitch!
Jim: Michelle! Michelle.
-- American Pie

Ógleymanlegt atriði úr annars mjög fínni mynd.


Helstu tíðindi
Á leið minni heim frá Portúgal fjárfesti ég í eitt stykki iPod nano. Lengi vel átti ég fínan iPod sem m&p gáfu mér en vegna mikillar notkunar gaf hann upp öndina fyrr í sumar. Nanóinn hefur ekki eins stóran disk og sá gamli en aftur á móti er hann miklu miklu minni að stærð sem er stór plús. Annar skemmtilegur fídus í nýja spilaranum er að hægt er að tengja myndir af albúmunum við lögin og sést myndin þá vinstra megin í glugga spilarans þegar verið er að hlusta á viðkomandi verk, og allt í lit. Ef maður tvíklikkar fyllir myndin skjáinn svo betra sé að sjá smáatriðin.

Tvennt sem ber að hafa í huga:
Í fyrsta lagi getur verið bölvað maus að finna coverin sérstaklega þegar maður hefur áður sótt eða skrifað hundruði titla, fyrir utan að stundum eru lögin ekk "rétt merkt" þannig að ótvírætt sé af hvaða diski það kemur (greatest hits, safndiskur, orginal o.s.frv.) eitt ráð við þessu er að nota MediaMonkey sem leitar fyrir mann í gagnagrunni Amazon og býður svo upp á valkosti sem hægt er að velja á milli.
Í öðru lagi lenti ég í bölvuðum vandræðum að fá coverin upp á spilarann þegar ég var búinn að nota fjölmiðlaApann til að finna þau. Ég prófaði ýmislegt en lausnin reyndist felast í að uppfæra iTunes í nýjustu útgáfuna.

Í gær var ég að deyja úr þreytu og var ástæðan tvíþætt. Þetta byrjaði á því að ég fór í boltann kl. 21:20 á mánudaginn og þegar ég kom heim var ég svo upptjúnaður að ég gat með engu móti sofnað fyrr en um eittleytið. Daginn eftir var spilatími hjá Skildi kl. 07:00 sem þýddi 5,5 klst svefn. Á þriðjudaginn fórum við svo út að borða í vinnunni til að fagna fyrirhuguðum samruna við OMX og var ég ekki farinn að sofa fyrir kl. 1. Fyrir vikið var ég eins og uppvakningur í gær og brá því til þess ráðs að taka krakkana í göngufrí á kaffi París í stað þess að reyna að segja eitthvað gáfulegt í tímanum. Það reyndist vera góð ákvörðun.


Hróshornið
Fá MR-ingar fyrir að vera svona góð við konuna í Hallanum (sbr. fréttablaðið í dag). Maður á margar fínar minningar þaðan.
Comments:
ohhhhh! mig langar svo í iPod Nano (öfund)

annars gaman að fá LOKSINS pistil hérna.

kv. Helga
 
Mundi gefa miðkafla þessarar bloggsíðu út á leiðbeiningabækling og láta fylgja með I-podinum.

Heyri að þú hefur lagt mikið á þig til að fá myndina af coverinu til að vira með réttum lögum, það kemur sér vafalaust alveg ótrúlega vel þar sem þú ert með Ipodinn í vasanum á meðan þú hlustar á hann, ekki satt?

Svo er bara að fara snemma að sofa í kvöld! ;)

Cheers :)

-a
 
Hvernig er þetta eiginlega með þig sonur sæll - alveg dottinn úr gírnum? Trúlega er nóg annað að gera en bloggurinn þinn er einn af ljósu punktunum í tilverunni á eilífum þvælingi mínum um heiminn!
 
sammála síðasta ræðumanni, endilega hentu inn færslu. ég nenni ekki að lesa american pie quote-ið aftur!

Knús
 
því miður hafa bara verið 24 tímar í sólarhringnum og allt of mikið að gera. Hef því ekki haft mikla orku í bloggerí.
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?