Dienstag, September 05, 2006
Fortune dagsins
In any country there must be people who have to die. They are the sacrifices any nation has to make to achieve law and order.
-- Idi Amin Dada
Talandi um hrotta.
Helstu tíðindi
Við Elma fórum í hárgreiðslupartí á laugardaginn!
Hvað í fjandanum er það gæti einhver verið að hugsa sér, jú málið er að stofan Mojo-Monroe þar sem Elma fer alltaf í klippingu ákvað að bjóða fastakúnnunum í einkapartí í sundinu fyrir aftan stofuna og var rautt þema málið. Fyrsti höfuðverkurinn var því að útvega sér rauða flík helst flotta rauða skyrtu en það átti aldeilis ekki eftir að ganga eftir. Ég þræddi allan helv. laugarveginn og bankastrætið: 17, Sævar, Dressmann, Íslenskir karlmenn og fleiri búðir en hvergi var til flott rauð skyrta og í fæstum búðunum rauð skyrta yfir höfuð. Ég brá því til þess ráðs að kaupa rauðan bol með skrípamynd af Gogga Tvöfaltvaff Runna og var bara ansi sáttur ef satt skal segja.
Partíið var síðan alveg þrælfínt. DJ-eitthvað, fínn bar og snakkborð í hvítu veislutjaldi sáu til þess að hægt var að hafa eitthvað fyrir stafni og spjölluðum við aðeins við fagmenn af stofunni og nokkra kúnna. Eftirminnilegastur var kauði nokkur sem er vignettu-skáld, til að byrja með vissi ég nú ekkert hvað vignettur eru og þurfti að hafa mig allan við að fá ekki hláturskast (datt helst franskt gúmmulaði í hug, sérstaklega þegar hann fór að tala um vignettu-kaffi og vignettu-súkkulaði) og þegar maður reynir að hlæja ekki þá verður það svo fjandi erfitt þar sem hann vill bara magnast upp og brjótast fram. Mér tókst sem betur fer að hemja mig en gat ekki annað en borið hann saman í huganum við súrkálsskáldið úr myndinni Elling.
Hróshornið
Tveir alveg óskyldir aðilar fá hrósið að þessu sinni:
Fyrst ber að nefna SPRON fyrir að styrkja fjölskyldu Magna á meðan hann lætur drauma sína rætast í BNA. Set inn mynd á eftir.
Síðan er það verslunin Herragarðurinn. Mál er nefnilega þannig með vexti að síðustu árin hef ég verið tryggur kúnni hjá Hg og verið ötull við að kaupa skyrtur, bindi og jakkaföt. Nú gerist það í tvígang að ég fæ gallaðar skyrtur: Önnur hljóp um 4 númer eftir fyrsta þvott og hin aflitaðist undir handarkrikunum.. einnig eftir fyrsta þvott. Þess ber að geta að þetta er ekkert smámál þar sem skyrtur kosta um 8k stykkið. Allavega þá var mér nóg boðið svo ég tók gallagripina og dreif mig í Hg tilbúinn að deila aðeins um gæði varanna sem eru í boði á þeim bænum. En viti menn, starfsmaðurinn leit stutt á skyrturnar og svaraði síðan um hæl að af sjálfsögðu mynd ég fá skaðann bættan og mætti velja mér 2 skyrtur að eigin vali.
Þetta kallar maður góða þjónustu!
In any country there must be people who have to die. They are the sacrifices any nation has to make to achieve law and order.
-- Idi Amin Dada
Talandi um hrotta.
Helstu tíðindi
Við Elma fórum í hárgreiðslupartí á laugardaginn!
Hvað í fjandanum er það gæti einhver verið að hugsa sér, jú málið er að stofan Mojo-Monroe þar sem Elma fer alltaf í klippingu ákvað að bjóða fastakúnnunum í einkapartí í sundinu fyrir aftan stofuna og var rautt þema málið. Fyrsti höfuðverkurinn var því að útvega sér rauða flík helst flotta rauða skyrtu en það átti aldeilis ekki eftir að ganga eftir. Ég þræddi allan helv. laugarveginn og bankastrætið: 17, Sævar, Dressmann, Íslenskir karlmenn og fleiri búðir en hvergi var til flott rauð skyrta og í fæstum búðunum rauð skyrta yfir höfuð. Ég brá því til þess ráðs að kaupa rauðan bol með skrípamynd af Gogga Tvöfaltvaff Runna og var bara ansi sáttur ef satt skal segja.
Partíið var síðan alveg þrælfínt. DJ-eitthvað, fínn bar og snakkborð í hvítu veislutjaldi sáu til þess að hægt var að hafa eitthvað fyrir stafni og spjölluðum við aðeins við fagmenn af stofunni og nokkra kúnna. Eftirminnilegastur var kauði nokkur sem er vignettu-skáld, til að byrja með vissi ég nú ekkert hvað vignettur eru og þurfti að hafa mig allan við að fá ekki hláturskast (datt helst franskt gúmmulaði í hug, sérstaklega þegar hann fór að tala um vignettu-kaffi og vignettu-súkkulaði) og þegar maður reynir að hlæja ekki þá verður það svo fjandi erfitt þar sem hann vill bara magnast upp og brjótast fram. Mér tókst sem betur fer að hemja mig en gat ekki annað en borið hann saman í huganum við súrkálsskáldið úr myndinni Elling.
Hróshornið
Tveir alveg óskyldir aðilar fá hrósið að þessu sinni:
Fyrst ber að nefna SPRON fyrir að styrkja fjölskyldu Magna á meðan hann lætur drauma sína rætast í BNA. Set inn mynd á eftir.
Síðan er það verslunin Herragarðurinn. Mál er nefnilega þannig með vexti að síðustu árin hef ég verið tryggur kúnni hjá Hg og verið ötull við að kaupa skyrtur, bindi og jakkaföt. Nú gerist það í tvígang að ég fæ gallaðar skyrtur: Önnur hljóp um 4 númer eftir fyrsta þvott og hin aflitaðist undir handarkrikunum.. einnig eftir fyrsta þvott. Þess ber að geta að þetta er ekkert smámál þar sem skyrtur kosta um 8k stykkið. Allavega þá var mér nóg boðið svo ég tók gallagripina og dreif mig í Hg tilbúinn að deila aðeins um gæði varanna sem eru í boði á þeim bænum. En viti menn, starfsmaðurinn leit stutt á skyrturnar og svaraði síðan um hæl að af sjálfsögðu mynd ég fá skaðann bættan og mætti velja mér 2 skyrtur að eigin vali.
Þetta kallar maður góða þjónustu!
Comments:
<< Home
Ég er ekkert hissa á að þú hafir fengið hláturskast í sambandi við vinjettugaurinn. Hann hringdi einu sinni heim og reyndi að pranga öllu vinjettusafninu I-IV inn á Óla.
Það tók tíma að sannfæra skáldið að áhugi væri ekki fyrir hendi.
Kommentar veröffentlichen
Það tók tíma að sannfæra skáldið að áhugi væri ekki fyrir hendi.
<< Home