Dienstag, Juli 11, 2006

 
Fortune dagsins
Women can keep a secret just as well as men, but it takes more of them to do it.
-- Höf. óþekktur

Skemmtilega beittur þessi.


Helstu tíðindi
Síðastliðinn laugardag skruppum við á Þingvöll að hitta aðra ættingja mína úr afa Dúdda ætt, þ.e. afkomendur langömmu og langafa. Í fyrstu virtist sem veðrið ætlaði að leika okkur grátt en til allrar hamingju rofaði til og varð svæðið eins og suðupottur þegar sólin braust fram. Mjög ánægjulegur dagur.

Stórtíðindi helgarinnar voru hins vegar þau að Skjöldur Orri hjólaði í fyrsta skiptið án hjálpardekkja. Að vísu var hann ekkert sérstaklega öruggur og þurfti hjálp við að koma sér af stað sem og að stöðva hjólið án þess að detta á aðra hliðina. Engu að síður var þetta mikið afrek og stórt skref í lífi drengsins... við erum stoltir foreldrar.

Enduðum helgina á að grilla sveitta hamborgara til að snæða yfir HM úrslitunum og horfðum síðan á myndina Running Scared sem kom heldur betur á óvart. Mæli með henni en tek sérstaklega fram að hún er ekki fyrir viðkvæma.


Hróshornið
Hrósið fá Afi og Amma sem hafa verið sérlega dugleg að aðstoða okkur með drenginn. Heppilegt að þau búa svona nálægt okkur og eru alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd.
Comments:
Þú gleymdir öðrum stórtíðindum helgarinnar, litli drengurinn okkar fer brátt að missa barnatennurnar sínar.
 
já, laus tönn og hjól án hjálpardekkja, drengurinn er aldeilis að vaxa úr grasi.

Helga
 
Jæja, vorum að frétta það að þú kennir okkur á næsta ári og bara til að láta þig vita þá erum við öll með tölu ekkert smá ánægð með það!! :) Hlökkum til að sjá þig í haust kv. 6U (tilvonandi hehe)
 
Til hamingju með afmælið í dag 19. júlí:)
Kveðja,
Guðrún Björk
 
verður gaman að hitta 6.U aftur
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?