Donnerstag, Juli 27, 2006

 
Fortune dagsins
The 'A' is for content, the 'minus' is for not typing it. Don't ever do this to my eyes again.
-- Professor Ronald Brady, Philosophy, Ramapo State College

Hvað var þá nemandinn að fá A fyrir framan mínusinn?


Helstu tíðindi
Geiri vinur gekk að eiga hana Hrefnu sína á laugardaginn var, athöfnin í Kópavogskirkju og veislan á efri hæð reiðhallarinnar í Víðidal. Ítalíuunnandinn Geir olli síður en svo vonbrigðum með að klæðast ekta Armani jakkafötum og Hrefna var í alveg þrælflottum kjól, eða var þetta tvískipt, sem hafði verið keyptur í Danaveldi. Allt fór þetta vel fram og skemmtum við okkur vel fram yfir miðnætti.

Nú er Skjöldur Orri hættur í leikskólanum og brúum við bilið fram að sumarfríinu okkar með því að hafa hann á gæsluvellinum sem er rétt hjá afa Dúdda og ömmu Bertu fyrir hádegi en síðan lítur hún Guðný eftir honum eftir hádegi. Honum virðist líka dvölin á vellinum svona rosalega vel og er satt að segja hlægilegt að gjaldið er aðeins 100kr fyrir hálfan dag, ég hef allavega farið verr með peninga en þetta.

Regn, regn og meira regn gerir það að verkum að lítið verður flogið næstu dagana, ljósi punkturinn er að skv. nýjustu spám á hann að hanga þurr frá og með sunnudeginum.


Hróshornið
Ég var búinn að finna eitthvað alveg gífurlega sniðugt til að setja hérna en auðvitað tókst mér að steingleyma því... kennir manni að skrifa gáfulegar hugmyndir niður á blað áður en þær flögra burt.

Nefni því "bara" Magna the magni-ficent Iceman sem er að gera góða hluti í rockstar Supernova. Gott hjá kappanum að koma okkur aðeins á kortið.
Comments:
það er mikið - maður var farinn að halda að þú værir ...
kv mor
 
væri hvað?
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?