Donnerstag, Juli 27, 2006
Fortune dagsins
The 'A' is for content, the 'minus' is for not typing it. Don't ever do this to my eyes again.
-- Professor Ronald Brady, Philosophy, Ramapo State College
Hvað var þá nemandinn að fá A fyrir framan mínusinn?
Helstu tíðindi
Geiri vinur gekk að eiga hana Hrefnu sína á laugardaginn var, athöfnin í Kópavogskirkju og veislan á efri hæð reiðhallarinnar í Víðidal. Ítalíuunnandinn Geir olli síður en svo vonbrigðum með að klæðast ekta Armani jakkafötum og Hrefna var í alveg þrælflottum kjól, eða var þetta tvískipt, sem hafði verið keyptur í Danaveldi. Allt fór þetta vel fram og skemmtum við okkur vel fram yfir miðnætti.
Nú er Skjöldur Orri hættur í leikskólanum og brúum við bilið fram að sumarfríinu okkar með því að hafa hann á gæsluvellinum sem er rétt hjá afa Dúdda og ömmu Bertu fyrir hádegi en síðan lítur hún Guðný eftir honum eftir hádegi. Honum virðist líka dvölin á vellinum svona rosalega vel og er satt að segja hlægilegt að gjaldið er aðeins 100kr fyrir hálfan dag, ég hef allavega farið verr með peninga en þetta.
Regn, regn og meira regn gerir það að verkum að lítið verður flogið næstu dagana, ljósi punkturinn er að skv. nýjustu spám á hann að hanga þurr frá og með sunnudeginum.
Hróshornið
Ég var búinn að finna eitthvað alveg gífurlega sniðugt til að setja hérna en auðvitað tókst mér að steingleyma því... kennir manni að skrifa gáfulegar hugmyndir niður á blað áður en þær flögra burt.
Nefni því "bara" Magna the magni-ficent Iceman sem er að gera góða hluti í rockstar Supernova. Gott hjá kappanum að koma okkur aðeins á kortið.
The 'A' is for content, the 'minus' is for not typing it. Don't ever do this to my eyes again.
-- Professor Ronald Brady, Philosophy, Ramapo State College
Hvað var þá nemandinn að fá A fyrir framan mínusinn?
Helstu tíðindi
Geiri vinur gekk að eiga hana Hrefnu sína á laugardaginn var, athöfnin í Kópavogskirkju og veislan á efri hæð reiðhallarinnar í Víðidal. Ítalíuunnandinn Geir olli síður en svo vonbrigðum með að klæðast ekta Armani jakkafötum og Hrefna var í alveg þrælflottum kjól, eða var þetta tvískipt, sem hafði verið keyptur í Danaveldi. Allt fór þetta vel fram og skemmtum við okkur vel fram yfir miðnætti.
Nú er Skjöldur Orri hættur í leikskólanum og brúum við bilið fram að sumarfríinu okkar með því að hafa hann á gæsluvellinum sem er rétt hjá afa Dúdda og ömmu Bertu fyrir hádegi en síðan lítur hún Guðný eftir honum eftir hádegi. Honum virðist líka dvölin á vellinum svona rosalega vel og er satt að segja hlægilegt að gjaldið er aðeins 100kr fyrir hálfan dag, ég hef allavega farið verr með peninga en þetta.
Regn, regn og meira regn gerir það að verkum að lítið verður flogið næstu dagana, ljósi punkturinn er að skv. nýjustu spám á hann að hanga þurr frá og með sunnudeginum.
Hróshornið
Ég var búinn að finna eitthvað alveg gífurlega sniðugt til að setja hérna en auðvitað tókst mér að steingleyma því... kennir manni að skrifa gáfulegar hugmyndir niður á blað áður en þær flögra burt.
Nefni því "bara" Magna the magni-ficent Iceman sem er að gera góða hluti í rockstar Supernova. Gott hjá kappanum að koma okkur aðeins á kortið.
Mittwoch, Juli 19, 2006
Fortune dagsins
A pipe gives a wise man time to think and a fool something to stick in his mouth.
-- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
Ég á víst afmæli í dag, 31 árs gamall og verð bara eldri. Dagurinn hófst á því að konan færði mér þessa flottu Gucci silfurermahnappa en Skjöldur fór að skæla því hann var ekki búinn að búa til neina gjöf handa mér en tók sem betur fer gleði sína fljótt á ný.
Eitt er víst, veðurguðirnir hafa veitt mér stóra gjöf því sumarið er loksins komið og brá ég mér frá í hádeginu og tók stutt flug í Hafrafellinu. Þetta var að vísu tímamótaflug því ég vígði gps tækið og trakkaði flugið. Sjá google earth dumpið hér að neðan:
Stutt en mjög gaman
Í fyrstu ætlaði ekkert að ganga að komast í loftið og var mér ekki um sel þegar vængurinn lyfti mér óviðbúnum í loftið og dró mig næstum aftur yfir takeoffið, með naumindum tókst mér þó að stöðva mig og fór púlsinn vel upp í 190... þetta er hluti af sportinu og þroskar mann. Síðan reyndi ég aftur og þá gekk allt eins og í sögu, ég verð að játa að ég var frekar skelkaður eftir ryskingarnar og svolítil ókyrrð gerði mig stífan í öllum útlimum. En ég ákvað þá að spila öruggt og stefna á örugga lendingu við fyrsta tækifæri.
Hvað um það, nú er það bara að hitta fjölskylduna og njóta þess að vera enn á lífi í þessu góða félagsskap.
A pipe gives a wise man time to think and a fool something to stick in his mouth.
-- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
Ég á víst afmæli í dag, 31 árs gamall og verð bara eldri. Dagurinn hófst á því að konan færði mér þessa flottu Gucci silfurermahnappa en Skjöldur fór að skæla því hann var ekki búinn að búa til neina gjöf handa mér en tók sem betur fer gleði sína fljótt á ný.
Eitt er víst, veðurguðirnir hafa veitt mér stóra gjöf því sumarið er loksins komið og brá ég mér frá í hádeginu og tók stutt flug í Hafrafellinu. Þetta var að vísu tímamótaflug því ég vígði gps tækið og trakkaði flugið. Sjá google earth dumpið hér að neðan:
Stutt en mjög gaman
Í fyrstu ætlaði ekkert að ganga að komast í loftið og var mér ekki um sel þegar vængurinn lyfti mér óviðbúnum í loftið og dró mig næstum aftur yfir takeoffið, með naumindum tókst mér þó að stöðva mig og fór púlsinn vel upp í 190... þetta er hluti af sportinu og þroskar mann. Síðan reyndi ég aftur og þá gekk allt eins og í sögu, ég verð að játa að ég var frekar skelkaður eftir ryskingarnar og svolítil ókyrrð gerði mig stífan í öllum útlimum. En ég ákvað þá að spila öruggt og stefna á örugga lendingu við fyrsta tækifæri.
Hvað um það, nú er það bara að hitta fjölskylduna og njóta þess að vera enn á lífi í þessu góða félagsskap.
Dienstag, Juli 11, 2006
Fortune dagsins
Women can keep a secret just as well as men, but it takes more of them to do it.
-- Höf. óþekktur
Skemmtilega beittur þessi.
Helstu tíðindi
Síðastliðinn laugardag skruppum við á Þingvöll að hitta aðra ættingja mína úr afa Dúdda ætt, þ.e. afkomendur langömmu og langafa. Í fyrstu virtist sem veðrið ætlaði að leika okkur grátt en til allrar hamingju rofaði til og varð svæðið eins og suðupottur þegar sólin braust fram. Mjög ánægjulegur dagur.
Stórtíðindi helgarinnar voru hins vegar þau að Skjöldur Orri hjólaði í fyrsta skiptið án hjálpardekkja. Að vísu var hann ekkert sérstaklega öruggur og þurfti hjálp við að koma sér af stað sem og að stöðva hjólið án þess að detta á aðra hliðina. Engu að síður var þetta mikið afrek og stórt skref í lífi drengsins... við erum stoltir foreldrar.
Enduðum helgina á að grilla sveitta hamborgara til að snæða yfir HM úrslitunum og horfðum síðan á myndina Running Scared sem kom heldur betur á óvart. Mæli með henni en tek sérstaklega fram að hún er ekki fyrir viðkvæma.
Hróshornið
Hrósið fá Afi og Amma sem hafa verið sérlega dugleg að aðstoða okkur með drenginn. Heppilegt að þau búa svona nálægt okkur og eru alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd.
Women can keep a secret just as well as men, but it takes more of them to do it.
-- Höf. óþekktur
Skemmtilega beittur þessi.
Helstu tíðindi
Síðastliðinn laugardag skruppum við á Þingvöll að hitta aðra ættingja mína úr afa Dúdda ætt, þ.e. afkomendur langömmu og langafa. Í fyrstu virtist sem veðrið ætlaði að leika okkur grátt en til allrar hamingju rofaði til og varð svæðið eins og suðupottur þegar sólin braust fram. Mjög ánægjulegur dagur.
Stórtíðindi helgarinnar voru hins vegar þau að Skjöldur Orri hjólaði í fyrsta skiptið án hjálpardekkja. Að vísu var hann ekkert sérstaklega öruggur og þurfti hjálp við að koma sér af stað sem og að stöðva hjólið án þess að detta á aðra hliðina. Engu að síður var þetta mikið afrek og stórt skref í lífi drengsins... við erum stoltir foreldrar.
Enduðum helgina á að grilla sveitta hamborgara til að snæða yfir HM úrslitunum og horfðum síðan á myndina Running Scared sem kom heldur betur á óvart. Mæli með henni en tek sérstaklega fram að hún er ekki fyrir viðkvæma.
Hróshornið
Hrósið fá Afi og Amma sem hafa verið sérlega dugleg að aðstoða okkur með drenginn. Heppilegt að þau búa svona nálægt okkur og eru alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd.
Donnerstag, Juli 06, 2006
Fortune dagsins
When I said "we", officer, I was referring to myself, the four young ladies, and, of course, the goat.
Hvernig ætli standi á því að mér dettur eitthvað kinky í hug þegar ég les setninguna hér að ofan? Mig grunar að þar sé geitin sterkasti áhrifavaldurinn.
Helstu tíðindi
Elma átti afmæli á þriðjudaginn og fékk hún eiginlega tvær gjafir frá mér. Sú fyrri var þessi flotti kjóll sem ég spottaði í Karen Millen en sú síðari er svolítið sem Elma má nýta þegar hún vil... spennandi. Í tilefni dagsins keyptum við þennan fína laxarétt í fylgifiskum sem smakkaðist alveg prýðilega með nan-brauðinu.
Vegna veðurs hef ég ekkert getað flogið sem er miður. Það veitir mér þó örlitla huggun að mér tókst að finna smáglufu um daginn til að ground handla og það er gott því maður gerir aldrei of líltið af því nema síður sé. Þetta stóð yfir í um 15min en þá fann ég dropa á nefinu og pakkaði því saman í einum grænum svo að vængurinn myndi ekki blotna.
When I said "we", officer, I was referring to myself, the four young ladies, and, of course, the goat.
Hvernig ætli standi á því að mér dettur eitthvað kinky í hug þegar ég les setninguna hér að ofan? Mig grunar að þar sé geitin sterkasti áhrifavaldurinn.
Helstu tíðindi
Elma átti afmæli á þriðjudaginn og fékk hún eiginlega tvær gjafir frá mér. Sú fyrri var þessi flotti kjóll sem ég spottaði í Karen Millen en sú síðari er svolítið sem Elma má nýta þegar hún vil... spennandi. Í tilefni dagsins keyptum við þennan fína laxarétt í fylgifiskum sem smakkaðist alveg prýðilega með nan-brauðinu.
Vegna veðurs hef ég ekkert getað flogið sem er miður. Það veitir mér þó örlitla huggun að mér tókst að finna smáglufu um daginn til að ground handla og það er gott því maður gerir aldrei of líltið af því nema síður sé. Þetta stóð yfir í um 15min en þá fann ég dropa á nefinu og pakkaði því saman í einum grænum svo að vængurinn myndi ekki blotna.