Freitag, Juni 02, 2006

 
Fortune dagsins
As the Catholic church becomes more and more tolerant, some day they will have to consider the possibility of a gay pope. Possibly the largest issue will be having to decide whether he is:
"absolutely divine" or "just simply marvelous."

Ekki slæm framtíðarsýn það :+)


Helstu tíðindi
Í gær útskrifuðumst við hjónakornin formlega úr verðbréfamiðlunarnáminu og erum því komin með hið eftirsótta "Próf í verðbréfaviðskiptum" sem m.a. er vísað til í lögum um verðbréfaviðskipti. Að öllu gamni slepptu þá er þessi pappír orðinn svolítið eins og stúdentspróf í fjármálaheiminum... það þykir sjálfsagt að hafa tekið og staðist prófið, annars er eitthvað dularfullt í gangi. Athöfnin sjálf var látlaus þar sem pól- og everestfarinn Haraldur Ólafsson (einnig formaður prófnefndar) hélt stutta ræðu áður en hann afhenti okkur skírteinin. Að lokum var svo boðið upp á léttar veitingar og spjallað. Því miður virðist sem mörgum finnst það vera fyrir neðan síðan virðingu að mæta á þetta og fyrir þær sakir gekk þetta allt mjög greiðlega fyrir sig.

Að þessu búnu hélt ég upp í grafarvog í stærðfræðikennaragrillpartí sem var mjög skemmtilegt. Fyrir eigin neyslu kom ég með BBQ grísakótelettu og 2 bjóra, fyrir gestgjafann kom ég með ágætis Merlot flösku og fyrir hina kartöflustrá sem er alltaf ágætis meðlæti með grillmat. Dömurnar sáu síðan um að skaffa salat, köku og kúkís og var ég því saddur og meir en sáttur þegar ég hélt heim á leið um 23:30. Umræðuefnin voru mörg hver ansi eldfim og verður því ekkert fölyrt um innihald samræðanna hér.

Framundan er Bónusmót hjá 8. fl. karla á morgun þar sem Skjöldur Orri verður í sviðsljósinu. Þar á eftir Hafragrauturinn sem er grímubúninga-paraglidingmót í Hafrafellinu kl. 13:00 ef veður leyfir (áhugasömum bent á að mæta því þetta verður mikið sjónarspil) og svo loks kveðjupartí fyrir Einar Freyr sem er á leið í læknisfræðisérnám til BNA. Stuð.


MR krókurinn
Mér stendur til boða að fylgja börnunum alla leið það sem eftir er af menntagöngu þeirra í Lærða skólanum. Stóra spursmálið er hvort að þau vilji sjá mig aftur, hvort að ég geti með góðu móti samtvinnað það við vinnuna og hvort að ég hafi ekki gert nógu stóran skaða nú þegar! Ég þarf að leggjast undir feld og ræða síðan málið í góðu rúmi.
Comments:
Auðvitað! Skellir þér aftur, aðeins einn galli, stærðfræðin var alltaf i fyrsta tíma! en ég lifi það af eitt ár í viðbót!
 
Meigum við þá blóta líffræði á laun????
 
Eyjólfur !! ekkert rugl, auðvitað kemuru aftur. Hef alltaf hatað stærðfræði þar til í ár.Í alvöru. Það hlítur að segja eitthvað er það ekki ?
 
AUÐVITAÐ kemuru aftur!! ekkert rugl! fyrsta skipti sem ég hef verið í bekk þar sem ENGINN fellur í stæ allt árið!! það segir nú helling!
 
Við báðum öll um þig aftur í kennslukönnun! Þetta er ekki einu sinni spurning.. Slærð öllum mínum gömlu kennurum við =)
 
Maður bara roðnar við að lesa þetta.
 
ekkert roðn... við viljum þig öll aftur... pottþett... mer hefur aldrei gengið svona vel i stærðfræði eins og hja þer svo þu ert sko að koma aftur.. plis..hehe
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?