Mittwoch, Mai 03, 2006
Fortune dagsins
Without fools there would be no wisdom.
-- Höf. óþekktur
Loksins hef ég komist að tilgangi lífisins.
Helstu tíðindi
Parísarferðin var stórkostleg en ég verð þó að játa að borgin var tilkomumeiri sumarið 1998 þegar við Elma fórum þangað í fyrsta sinn, þetta var svona meir eins og að horfa á góða mynd í annað skiptið.
Hvað stóð svo upp úr?
1. Signusiglingin laugardagskvöldið þar sem við borðuðum þríréttað á meðan frönsk díva söng bland af frönskum og amerískum slögurum og var hápunktinum náð þegar ég tók dúmmarann í rútunni á leiðinni tilbaka... svona nett dejá vú frá vísindaferðunum í verkfræðinni forðum.
2. Versalaferð og stutt viðkoma í lystigarði sólkonungsins, því miður í grenjandi rigningu og með bullandi magaveiki. Ég afrekaði að kasta upp þrisvar þennan daginn og kenni baneitruðu Pina Colada um. Fyrst um morguninn, svo í rútunni á leið til Versailles og svo loks bak við tré nánast fyrir framan einn veitingastaðinn.
Markmið næsta árs: Að skrá mig á frönskunámskeið.
Hróskrókurinn
Nýr liður í stað MR króksins þar sem skólaárinu er svo gott sem lokið. Hugmyndin er að finna einhvern einstakling, hóp, félag eða fyrirtæki sem á hrós skilið fyrir gott framtak. Þar sem þetta er fyrsta hrósfærslan tíni ég allt til sem ég man eftir í fljótu bragði.
MR stelpurnar sem stofnuðu bandífélag þegar þær fengu ekki að æfa með strákunum.
MR fyrir að banna reykingar á böllum.
Framhaldsskólinn sem er með edrúmælinn á böllum og heldur lotterí fyrir þá sem mæta óölvaðir.
Hmmm, man ekki eftir öðru í bili, svona getur maður verið tómur í hausnum stundum. Verð vonandi með eitthvað gáfulegra og innihaldsríkara næst.
Without fools there would be no wisdom.
-- Höf. óþekktur
Loksins hef ég komist að tilgangi lífisins.
Helstu tíðindi
Parísarferðin var stórkostleg en ég verð þó að játa að borgin var tilkomumeiri sumarið 1998 þegar við Elma fórum þangað í fyrsta sinn, þetta var svona meir eins og að horfa á góða mynd í annað skiptið.
Hvað stóð svo upp úr?
1. Signusiglingin laugardagskvöldið þar sem við borðuðum þríréttað á meðan frönsk díva söng bland af frönskum og amerískum slögurum og var hápunktinum náð þegar ég tók dúmmarann í rútunni á leiðinni tilbaka... svona nett dejá vú frá vísindaferðunum í verkfræðinni forðum.
2. Versalaferð og stutt viðkoma í lystigarði sólkonungsins, því miður í grenjandi rigningu og með bullandi magaveiki. Ég afrekaði að kasta upp þrisvar þennan daginn og kenni baneitruðu Pina Colada um. Fyrst um morguninn, svo í rútunni á leið til Versailles og svo loks bak við tré nánast fyrir framan einn veitingastaðinn.
Markmið næsta árs: Að skrá mig á frönskunámskeið.
Hróskrókurinn
Nýr liður í stað MR króksins þar sem skólaárinu er svo gott sem lokið. Hugmyndin er að finna einhvern einstakling, hóp, félag eða fyrirtæki sem á hrós skilið fyrir gott framtak. Þar sem þetta er fyrsta hrósfærslan tíni ég allt til sem ég man eftir í fljótu bragði.
MR stelpurnar sem stofnuðu bandífélag þegar þær fengu ekki að æfa með strákunum.
MR fyrir að banna reykingar á böllum.
Framhaldsskólinn sem er með edrúmælinn á böllum og heldur lotterí fyrir þá sem mæta óölvaðir.
Hmmm, man ekki eftir öðru í bili, svona getur maður verið tómur í hausnum stundum. Verð vonandi með eitthvað gáfulegra og innihaldsríkara næst.
Comments:
<< Home
Það er ekkert verið að minnast á bekkinn þinn í "hróskróknum"
hmmm...kannski eigum við það ekki skilið fyrr en eftir próf.
hmmm...kannski eigum við það ekki skilið fyrr en eftir próf.
ef við eigum það einhverntíma skilið þá er það núna... ekki viljum við missa af tækifærinu, þar sem það mun renna úr greipum okkar, eftir próf......
Nei nei, það eiga allir eftir að standa sig vel og því eigum við skilið að vera í Hróskróknum bæði fyrir og eftir próf!!!!! leiðréttu vinsamlegast mistökin!!!!
Kommentar veröffentlichen
Nei nei, það eiga allir eftir að standa sig vel og því eigum við skilið að vera í Hróskróknum bæði fyrir og eftir próf!!!!! leiðréttu vinsamlegast mistökin!!!!
<< Home