Mittwoch, Mai 24, 2006
Fortune dagsins
Warning: Dates in Calendar are closer than they appear.
-- Höf. óþekktur
Þetta er hverju orði sannara.
Helstu tíðindi
Skjöldur Orri spilaði variation af A-B-C-D á lokatónleikunum í Grafarvogskirkju laugardaginn var. Við hjónin höfðum smá áhyggjur af því að stráksi myndi guggna er á hólminn væri komið því hann er ekki beint þekktur fyrir að vera með ljónshjarta. Annað kom á daginn því minn maður gekk öruggum skrefum upp að flyglinum, hneigði sig með virktum og spilaði stykkið sitt örugglega og taktvisst eins og hann hefði aldrei gert annað. Það voru svo sannarlega stoltir foreldrar sem fylgdust með þessum meistaratilþrifum.
X-Men 3 koma í bíó 26. maí og hlakka ég mikið til að sjá þetta meistaraverk. Eitthvað fær það samt að bíða því þennan dag munum við hjónin halda upp á 6 ára brúðkaupsafmæli okkar! Hratt flýgur tíminn.
Hróshornið
Hrós dagsins fær að þessu sinni náfrændi minn og nafni Héðinsson sem hefur spilað alveg prýðilega með Fylki fyrstu tvær umferðirnar og var auk þess valinn í lið 2. umferðar af blöðunum. Ég mun fylgjast með frænda af miklum áhuga og vona svo sannarlega að hann nái að blómstra í sumar.
Warning: Dates in Calendar are closer than they appear.
-- Höf. óþekktur
Þetta er hverju orði sannara.
Helstu tíðindi
Skjöldur Orri spilaði variation af A-B-C-D á lokatónleikunum í Grafarvogskirkju laugardaginn var. Við hjónin höfðum smá áhyggjur af því að stráksi myndi guggna er á hólminn væri komið því hann er ekki beint þekktur fyrir að vera með ljónshjarta. Annað kom á daginn því minn maður gekk öruggum skrefum upp að flyglinum, hneigði sig með virktum og spilaði stykkið sitt örugglega og taktvisst eins og hann hefði aldrei gert annað. Það voru svo sannarlega stoltir foreldrar sem fylgdust með þessum meistaratilþrifum.
X-Men 3 koma í bíó 26. maí og hlakka ég mikið til að sjá þetta meistaraverk. Eitthvað fær það samt að bíða því þennan dag munum við hjónin halda upp á 6 ára brúðkaupsafmæli okkar! Hratt flýgur tíminn.
Hróshornið
Hrós dagsins fær að þessu sinni náfrændi minn og nafni Héðinsson sem hefur spilað alveg prýðilega með Fylki fyrstu tvær umferðirnar og var auk þess valinn í lið 2. umferðar af blöðunum. Ég mun fylgjast með frænda af miklum áhuga og vona svo sannarlega að hann nái að blómstra í sumar.