Dienstag, Mai 16, 2006

 
Fortune dagsins
There was a man who, every day, would buy a newspaper on the way to work, glance at the headline, and hand it back to the newsboy. Day after day the man would go through this routine.

Finally the newsboy could not stand it and he asked the man, "Why do you always buy a paper and only look at the front page before discarding it?"
The man replied, "I am only interested in the obituaries."
"But they are on page 21. You never even unfold the newspaper."
"Young man," he replied, "the son-of-a-bitch I'm looking for will be on the front page."
-- Attributed to FDR.


Helstu tíðindi
Í allan vetur hef ég haft smá ónotartilfinningu vegna þess að vængurinn minn var af stærð large sem þýðir að með öllum útbúnaði á maður að vera 95-120 kg og skal athuga að best er að vera nálægt efri mörkunum. Vandamálið var að ég rétt slefaði upp í 98 kg sem var ekki gott og er hreint út sagt hættulegt í vissum aðstæðum. Ég sagði Einari, sem flaug ásamt mér af Úlfarsfellinu um daginn, frá þessum vandræðum mínum og húkkaði hann mig þá upp við kunningja sinn sem átti við öfugt vandamál að stríða. Þ.e. hann hafði fitnað svo mikið að vængurinn var orðinn of lítill.

Við mæltum okkur því mót og einfaldlega skiptum á vængum. Ég er núna kominn á Apco Fiesta væng að stærð medium sem hefur range 85-105 kg, allt annað líf og svo er hann líka svona fallega fjólublár á litinn.


Purple Haze


Á laugardaginn fórum við Elma ásamt Klakanum og frú á frumsýningu Leikfélags Akureyrar á Litlu hryllingsbúðinni hér í Óperunni. Alveg stórskemmtileg sýning og góðir menn í öll hlutverk, þó sérstaklega þeir sem léku tannsann og Baldur, ég verð samt að viðurkenna að mér finnst Edda Heiðrún Backmann og Selma (sá þá uppfærslu ekki) vera einum klassa hærri sem Auður. Við enduðum loks kvöldið með mjög góðum málsverði á Enricos Laugavegi 3, maturinn þar er roosalega fínn.

Ég má heldur ekki gleyma að segja aðeins frá GoKartinu. Að sjálfsögðu rúllaði ég þessu upp en þeim til varnar skal þess getið að ég var sá eini sem þekkti brautina auk þess sem skíðaþjálfunin nýttist vel við að velja bestu ökulínurnar. Nú þegar hefur verið ákveðið að við tökum rematch á þetta í síðari hluta ágúst og þá verður bikarinn afhentur.


MR krókurinn
Prófið er tilbúið fyrir morgundaginn. Ég bíð spenntur eftir því að sjá hvað þeim hefur tekist að meðtaka yfir önnina... og síðustu tvo sólarhringana. Það er ótrúlegt hvað stundum er hægt að bjarga sér fyrir horn á stuttum tíma.
Comments:
Og er prófið ekki gerlegt?? hehe... just be nice ;)
i'm counting on it....hehe
 
Reglur 4.14 og 4.15 ?? ;)
 
Allar reglur frá og með 4.9 í 4. kafla eru til prófs.
 
Tveimur sólarhringum!?!? Taka þetta allir á einum! Þessar sannanir samt eru miður skemmtilegar!
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?