Montag, Mai 08, 2006
Fortune dagsins
Adde parvum parvo manus acervus erit.
[Add little to little and there will be a big pile.]
-- Ovid
Latínan er alltaf jafn göfug og torskilin. Það væri gaman að læra smá í latínu einn góðan veðurdag en ég efast um að það eigi eftir að verða að veruleika hjá mér. Það er einfaldlega svo margt annað sem mig langar frekar til að afreka í þessu lífi.
Helstu tíðindi
Sinfóníutónleikarnir voru bráðskemmtilegir en miðað við meðalaldur gesta sem var ca 60 og eitthvað þá er hætt við að ansi fámennt verði á tónleikum sinfoníunnar eftir 20 ár. Synd því það eru til mun verri leiðir að eyða 1.900 krónum, eiginlega hlægilegt verð fyrir að hlusta á þessa fagmenn sem hafa stritað áratugi til að ná góðu valdi á hljóðfæri sín.
Gó-Kartið flýttist um viku því Skjöldur Orri mun spila á tónleikum í Grafarvogskirkju þann 20. maí! Stórt skref fyrir drenginn og munum við hlýða á kappann spila ég-fer-og-hann-fer (variation af A-B-C-D) af miklu stolti.
Hróshornið
Sund: Er hægt að gera eitthvað skemmtilegra í blíðviðrinu sem nú ræður ríkjum, ég held ekki. Laugardalslaugin er þar ókrýnd drottning lauganna hvort sem tilgangurinn er að synda, leika sér með börnunum eða njóta útsýnisins.
Sinfónían: Deila má um hvort sígild tónlist sé fallegri en sú músík sem framleidd er í dag eða hvort það séu bara snobbarar sem "þykjast" hafa eitthvað gaman að þessu fornaldardóti. Mín skoðun er að sígild verk eru oftast mun dýpri, flóknari og fylgja stífum formum og reglum sem þróuðust á hundruðum árum. Þetta eitt og sér er nægileg ástæða til að gefa klassíkinni það tækifæri sem hún á verðskuldað.
Adde parvum parvo manus acervus erit.
[Add little to little and there will be a big pile.]
-- Ovid
Latínan er alltaf jafn göfug og torskilin. Það væri gaman að læra smá í latínu einn góðan veðurdag en ég efast um að það eigi eftir að verða að veruleika hjá mér. Það er einfaldlega svo margt annað sem mig langar frekar til að afreka í þessu lífi.
Helstu tíðindi
Sinfóníutónleikarnir voru bráðskemmtilegir en miðað við meðalaldur gesta sem var ca 60 og eitthvað þá er hætt við að ansi fámennt verði á tónleikum sinfoníunnar eftir 20 ár. Synd því það eru til mun verri leiðir að eyða 1.900 krónum, eiginlega hlægilegt verð fyrir að hlusta á þessa fagmenn sem hafa stritað áratugi til að ná góðu valdi á hljóðfæri sín.
Gó-Kartið flýttist um viku því Skjöldur Orri mun spila á tónleikum í Grafarvogskirkju þann 20. maí! Stórt skref fyrir drenginn og munum við hlýða á kappann spila ég-fer-og-hann-fer (variation af A-B-C-D) af miklu stolti.
Hróshornið
Sund: Er hægt að gera eitthvað skemmtilegra í blíðviðrinu sem nú ræður ríkjum, ég held ekki. Laugardalslaugin er þar ókrýnd drottning lauganna hvort sem tilgangurinn er að synda, leika sér með börnunum eða njóta útsýnisins.
Sinfónían: Deila má um hvort sígild tónlist sé fallegri en sú músík sem framleidd er í dag eða hvort það séu bara snobbarar sem "þykjast" hafa eitthvað gaman að þessu fornaldardóti. Mín skoðun er að sígild verk eru oftast mun dýpri, flóknari og fylgja stífum formum og reglum sem þróuðust á hundruðum árum. Þetta eitt og sér er nægileg ástæða til að gefa klassíkinni það tækifæri sem hún á verðskuldað.