Mittwoch, März 29, 2006

 
Fortune dagsins
Examinations are formidable even to the best prepared, for
even the greatest fool may ask more than the wisest man can answer.
-- C.C. Colton

Hef þetta bak við eyrun þegar ég sem vorprófið.


Helstu tíðindi
Fengum sænskan sérfræðing hingað til landsins til að halda kynningu um væntanlegar breytingar í viðskiptakerfinu um helgina. Eins og góðum gestgjöfum sæmir buðum við honum út að borða og var ákveðið að prufukeyra Perluna, aðallega vegna útsýnisins. Ég hafði heyrt margt misjafnt um matinn en það voru greinilega hinar verstu lygasögur því maturinn var frábær: Hörpudiskur og tígrisrækjur í forrétt, önd í aðalrétt og prýðisgott léttvín með þessu. Eini mínusinn var að þjónustan var keyrð áfram í lága drifinu sem gerði það að verkum að ég var þarna "fastur" frá 19-23:15. Ekkert slappað af í faðmi fjölskyldunnar þetta kvöldið.

Smá fréttir af drengnum: Skjöldur Orri fór á sína aðra knattspyrnuæfingu með 8. flokki Þróttar á laugardaginn með afa sínum og var það víst skemmtun hin bezta. Lítið fer nú fyrir fallegum leiktilþrifum hjá hópnum því þetta er meir eins og samansafn af óvitum sem hafa varla hugmynd um til hvers er ætlast af þeim í leiknum en æfingin skapar meistarann eins og sagt er og betra er að byrja ungur. Til gamans skal þess getið að ég æfði á tímabili með 5. flokki Þróttar akkúrat í sama leikfimishúsinu en það er önnur... og frekar stutt saga.

Sá stutti heldur stöðugt áfram að koma á óvart og núna í byggingarfærni. Mál er þannig með vexti að í tilefni þess hve vel honum gekk í síðasta píanótíma gáfum við honum sæmilegt legó í verðlaun (fékk á slikk á útsölu Leikbæjar). Minn maður settist niður, tók leiðbeiningarnar og setti saman legóið alveg án nokkurrar aðstoðar. Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu og er greinilegt að ég þarf að finna gamla legóið mitt aftur og leyfa honum að spreyta sig.

Að lokum: Glæsilegur sigur hjá Arsenal í gær!


MR krókurinn
Eini mínusinn við kennsluna er að fara yfir próf og verkefni. Ef ég ætti sand af seðlum myndi ég ráða e-n háskólanema í það verkefni :+) Eina ráðið er að hafa eitthvað nógu hresst á i-podinum og það lag sem hefur reynst hvað best er:
Smack my bitch up með Prodigy

Nema hvað!
Comments:
Það er allavega gott að vita að þú munt ekki hafa próf á miðvikudegi í meistaradeildarviku!

Ættir að fá einhver ráð frá birgi með að fara yfir, einhvern veginn nennir hann að fara yfir öll próf samdægurs!
 
Sama með Auðun, stærðfræðikennarann okkar í fjórða bekk!
 
hmmm...smekklegt lagaval til að fara yfir próf
 
Loksins einhver sem er ekki að nöldra heldur sér fyndnu hliðina.
 
Arsenal eru náttúrulega bestir, engin spurning.
 
haha ég nöldra aldrei!
 
Já, það var athyglisvert að fylgjast með Skildi og félögum í fótbólta þar sem minnihluti leikmanna skildi út á hvað leikurinn gengur. Ef ég man rétt þá var meira vit í leiknum í þessum sal þegar ég fór með Greifann á æfingu. Mest fór þó fyrir snilldartöktum þegar afi Skjaldar og afabróðir vor í þessum sama leikfimisal að spila í kennarafótboltanum í MS. (Eða misminnir mig kannski?)

Mér er mjög minnistætt þegar Greifinn og Kalli vinur hans fóru í viku-fótboltaskóla þegar við bjuggum í Uppsölum, þeir voru þá sennilega 8 ára. Kalli var ótrúlega laginn við að lesa leikinn. Honum tókst alltaf að vera þar á vellinum sem minnst hætta var á að boltinn kæmi til hans!

Sennilega er margt sem liggur betur fyrir okkur karlleggnum annað en að spila fótbolta, t.d. að kenna stærðfræði.

Snjólfur afi
 
Ég reyndi a.m.k. að gera mitt besta í boltanum en var kannski ekki sá hæfileikaríkasti. Gott að frændur mínir þeir Eyjólfur Héðinss. og Guðmundur Dagur Ólafss. hafa fengið stærri skammt af fótboltatalent fyrir vikið.

Annars er ég eins og eðalvínin: verð bara betri með aldrinum!
 
Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?