Montag, Januar 16, 2006
Fortune dagsins
Famous last words:
Ég fattaði þennan ekki alveg strax en hann er ansi sterkur.
Helstu tíðindi
Við feðgarnir mættum á útskrift HR í Borgarleikhúsinu á laugardaginn þar sem verið var að brautskrá mága mína tvo. Allt fór vel fram en það tók verulega á að halda piltinum góðum í ca 2 tíma, sérstaklega var ég stressaður þegar Guðfinna rektor bað um 1min þögn vegna andláts Rúnars Svifvængjafélaga því það hefði verið mjög dapurt ef dengsi hefði kallað eitthvað fram. Ég var þess vegna mjög ánægður með Skjöld Orra sem tókst að þaga þessar 60 sekúndurnar.
Um kvöldið tók við 30 afmæli Bibbu starfsfélaga og var það samkoma hin skemmtilegasta. Ræddi m.a. heilmikið við Harald pólfara sem er einn fárra manna sem klifið hafa hæsta toppa allra heimsálfa þessarar jarðkringlu sem og gengið á báða pólana. Respect og massíft af því. Lenti svo í því að vera hálfpartinn þvingaður til að halda ræðu en það gekk bara furðuvel, sjálfsagt hjálpar kennslureynslan til við að standa svona einn fyrir framan stóran hóp og babbla eitthvað misgáfulegt.
Sunnudagurinn var skíðadagur en ég hef samt átt þá betri. Lögðum af stað um 12 leytið og þegar við vorum loksins mætt á svæðið þurfti ég að bíða í klukkutíma eftir að fá skíðagræjur... hundléleg skíði en skórnir voru alveg einstaklega þægilegir sem skiptir öllu máli. Fór beint í nýju lyftuna en röðin gekk hægt sökum brettadóna sem voru alltaf að troða sér framfyrir. Að sjálfsögðu sagði ég þeim að fara aftast en uppskar óbeinar líflátshótanir og mikla óvelvild fyrir vikið. Þetta er ástæðan fyrir að ég þoli ekki unglinga á bretti, þeir eru svo fjandi ósvífnir og illa upp aldir, annað en elítan sem kann þá list að renna sér á skíði. Hvað um það, ég náði heilum 2 ferðum, fyrri var frekar stirð eins og von var vísa en sú síðari nokkuð góð miðað við efniviðinn sem ég hafði úr að spila. Stutt en gott gaman það.
Famous last words:
Ég fattaði þennan ekki alveg strax en hann er ansi sterkur.
Helstu tíðindi
Við feðgarnir mættum á útskrift HR í Borgarleikhúsinu á laugardaginn þar sem verið var að brautskrá mága mína tvo. Allt fór vel fram en það tók verulega á að halda piltinum góðum í ca 2 tíma, sérstaklega var ég stressaður þegar Guðfinna rektor bað um 1min þögn vegna andláts Rúnars Svifvængjafélaga því það hefði verið mjög dapurt ef dengsi hefði kallað eitthvað fram. Ég var þess vegna mjög ánægður með Skjöld Orra sem tókst að þaga þessar 60 sekúndurnar.
Um kvöldið tók við 30 afmæli Bibbu starfsfélaga og var það samkoma hin skemmtilegasta. Ræddi m.a. heilmikið við Harald pólfara sem er einn fárra manna sem klifið hafa hæsta toppa allra heimsálfa þessarar jarðkringlu sem og gengið á báða pólana. Respect og massíft af því. Lenti svo í því að vera hálfpartinn þvingaður til að halda ræðu en það gekk bara furðuvel, sjálfsagt hjálpar kennslureynslan til við að standa svona einn fyrir framan stóran hóp og babbla eitthvað misgáfulegt.
Sunnudagurinn var skíðadagur en ég hef samt átt þá betri. Lögðum af stað um 12 leytið og þegar við vorum loksins mætt á svæðið þurfti ég að bíða í klukkutíma eftir að fá skíðagræjur... hundléleg skíði en skórnir voru alveg einstaklega þægilegir sem skiptir öllu máli. Fór beint í nýju lyftuna en röðin gekk hægt sökum brettadóna sem voru alltaf að troða sér framfyrir. Að sjálfsögðu sagði ég þeim að fara aftast en uppskar óbeinar líflátshótanir og mikla óvelvild fyrir vikið. Þetta er ástæðan fyrir að ég þoli ekki unglinga á bretti, þeir eru svo fjandi ósvífnir og illa upp aldir, annað en elítan sem kann þá list að renna sér á skíði. Hvað um það, ég náði heilum 2 ferðum, fyrri var frekar stirð eins og von var vísa en sú síðari nokkuð góð miðað við efniviðinn sem ég hafði úr að spila. Stutt en gott gaman það.