Montag, Juli 11, 2005
Maður dagsins
Mon Père fyrir að komast á forsíðu DV
Fasteignamarkaðsskelfirinn
Helstu tíðindi
Ég er alveg hooked á Tour de France og skal mig ekki undra ef einhverjum finnst það skrýtið. Málið er að það er eitthvað svo heillandi við þessa keppni. 22 lið sem hvert fyrir sig stefnir að einu eftirfarandi markmiða:
1. Að foringinn vinni gulu treyjuna (sá sem klárar keppnina á stystum tíma)
2. Að foringinn vinni doppóttu treyjuna (sá sem fær flest klifurstig)
3. Að foringinn vinni grænu treyjuna (sá sem fær flest sprettstig)
4. Að foringinn vinni hvítu treyjuna (besti nýliðinn)
5. Að einhver í liðinu vinni einn legg (minni lið sem eiga ekki séns í treyjurnar)
6. Að einhver í liðinu geri eitthvað nógu flott til að komast á fyrirsagnir blaðanna
Af þessum er gula treyjan sú eftirsóknaverðasta og skal engan undra, til þess að vinna hana þarf að hafa góða "vinnumaura" í liðinu sem sjá um að sækja vatn, kljúfa vindinn, brúa bilið ef einhverjir hættulegir reyna árás á foringjann. Þ.e. hinir í liðinu muna aldrei vinna keppnina heldur er þeirra eina hlutverk að hjálpa foringjanum.
Nú er Lance Armstrong að reyna að vinna keppnina í 7unda skiptið í röð sem er alveg magnað, því engum öðrum hefur tekist að vinna keppnina oftar en 5 sinnum og bara Miguel Indurain tókst það samfellt. Eins og gefur að skilja er sagan, aldurinn, og allt annað á móti honum sem gefur fyrirheit um mjög spennandi keppni og mun fyrst á morgun koma í ljós hversu sterkur hann er því þá hefst fjallaklifrið í fullri alvöru:
Leggur morgundagsins
Tilfellið er að það er yfirleitt í fjöllunum sem úrslitin ráðast og er ástæðan einföld. Gefum okkur að leggurinn sé á jafnsléttu, þá munar yfirleitt litlu á keppendum því einfaldlega er um jafna vinnu að ræða og geta verri hjólreiðakappar haldið sig í vindskjóli þeirra sem fremst eru og sparað þannig orku.
Í fjöllunum er annað upp á bátinn því þegar farið er upp á við skiptir vindmótstaðan litlu máli og kemur þá virkilega í ljós hverjir eru sterkir og hverjir ekki. Auk þess reyna hinir bestu þá að þreyta út vinnumaura andstæðinganna svo að eftir verður einvigi þeirra bestu. Og ef einum tekst svo að sprengja keppinautana græðir hann ekki bara einhverjar sekúndur heldur jafnvel fleiri mínútur sem er gulls í gildi.
Spurningin er því hvað gerist á morgun? Vinnumaurar Lance sýndu ótvírætt veikleikamerki á laugardaginn og tvö önnur lið sýndu að þau eru mjög hættuleg. Annars vegar T-mobile sem hefur Jan Ullrich, sem vann keppnina 1997, og Vinokourov, sem hungrar í sigur, í liðinu (dýrasta liðið n.b.) og hins vegar CSC sem er stýrt af Bjarne Riis sem vann keppnina 1996 er hann steypti Miguel Indurain af stóli og ætti því að vita manna best hvernig sigra skal ríkjandi kóng.
Ég tel að Vinokourov muni vera Lance hættulegastur en ekki skal vanmeta liðsmenn CSC. Ullrich er of vanur að vera taparinn og því á ég ekki von á miklu frá honum.
Mon Père fyrir að komast á forsíðu DV
Fasteignamarkaðsskelfirinn
Helstu tíðindi
Ég er alveg hooked á Tour de France og skal mig ekki undra ef einhverjum finnst það skrýtið. Málið er að það er eitthvað svo heillandi við þessa keppni. 22 lið sem hvert fyrir sig stefnir að einu eftirfarandi markmiða:
1. Að foringinn vinni gulu treyjuna (sá sem klárar keppnina á stystum tíma)
2. Að foringinn vinni doppóttu treyjuna (sá sem fær flest klifurstig)
3. Að foringinn vinni grænu treyjuna (sá sem fær flest sprettstig)
4. Að foringinn vinni hvítu treyjuna (besti nýliðinn)
5. Að einhver í liðinu vinni einn legg (minni lið sem eiga ekki séns í treyjurnar)
6. Að einhver í liðinu geri eitthvað nógu flott til að komast á fyrirsagnir blaðanna
Af þessum er gula treyjan sú eftirsóknaverðasta og skal engan undra, til þess að vinna hana þarf að hafa góða "vinnumaura" í liðinu sem sjá um að sækja vatn, kljúfa vindinn, brúa bilið ef einhverjir hættulegir reyna árás á foringjann. Þ.e. hinir í liðinu muna aldrei vinna keppnina heldur er þeirra eina hlutverk að hjálpa foringjanum.
Nú er Lance Armstrong að reyna að vinna keppnina í 7unda skiptið í röð sem er alveg magnað, því engum öðrum hefur tekist að vinna keppnina oftar en 5 sinnum og bara Miguel Indurain tókst það samfellt. Eins og gefur að skilja er sagan, aldurinn, og allt annað á móti honum sem gefur fyrirheit um mjög spennandi keppni og mun fyrst á morgun koma í ljós hversu sterkur hann er því þá hefst fjallaklifrið í fullri alvöru:
Leggur morgundagsins
Tilfellið er að það er yfirleitt í fjöllunum sem úrslitin ráðast og er ástæðan einföld. Gefum okkur að leggurinn sé á jafnsléttu, þá munar yfirleitt litlu á keppendum því einfaldlega er um jafna vinnu að ræða og geta verri hjólreiðakappar haldið sig í vindskjóli þeirra sem fremst eru og sparað þannig orku.
Í fjöllunum er annað upp á bátinn því þegar farið er upp á við skiptir vindmótstaðan litlu máli og kemur þá virkilega í ljós hverjir eru sterkir og hverjir ekki. Auk þess reyna hinir bestu þá að þreyta út vinnumaura andstæðinganna svo að eftir verður einvigi þeirra bestu. Og ef einum tekst svo að sprengja keppinautana græðir hann ekki bara einhverjar sekúndur heldur jafnvel fleiri mínútur sem er gulls í gildi.
Spurningin er því hvað gerist á morgun? Vinnumaurar Lance sýndu ótvírætt veikleikamerki á laugardaginn og tvö önnur lið sýndu að þau eru mjög hættuleg. Annars vegar T-mobile sem hefur Jan Ullrich, sem vann keppnina 1997, og Vinokourov, sem hungrar í sigur, í liðinu (dýrasta liðið n.b.) og hins vegar CSC sem er stýrt af Bjarne Riis sem vann keppnina 1996 er hann steypti Miguel Indurain af stóli og ætti því að vita manna best hvernig sigra skal ríkjandi kóng.
Ég tel að Vinokourov muni vera Lance hættulegastur en ekki skal vanmeta liðsmenn CSC. Ullrich er of vanur að vera taparinn og því á ég ekki von á miklu frá honum.