Donnerstag, Juni 23, 2005

 
Fortune dagsins
Quoting one is plagiarism.. quoting many is research...
-- Anonymous

Ég er því í góðum málum.


Helstu tíðindi
Ég er stöðugt að reyna að bæta góðum lögum inn á iPod-inn minn og gengur ekki allt of vel þar sem flest þau lög sem ég man eftir og þykir góð eru þegar komin inn á spilarann. Um daginn tókst mér samt að finna enn einn gimsteininn og var það Píanósónatan Pathetique eftir meistara Beethoven. Ég get alveg hiklaust mælt með þessari og fyrir þá sem eru vel inni í dægurlagaheiminum má heyra hvaðan "Midnight blue" er komið... hint: byrjunin á 2. kaflanum.

Fyrir áhugasama má sjá nánari greiningu á sónötunni hér


Krakkahornið
Eitthvað virðast þeir í menntaskólanum vera kennaraþurfi því hringt var í mig og spurt hvort ég gæti hugsað mér að taka einn bekk á næsta skólaári, gæti jafnvel fengið stærðfræðibekk! Mér líst mjög vel á þetta og ætla að leggjast undir feld áður en ég tek endanlega ákvörðun. Þetta gæti nefnilega orðið svolítið tight þar sem ég ætla að ljúka prófinu í verðbréfamiðlun og verður lögfræðihlutinn ansi strembinn þó að annar hlutinn verði... kökusneið.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?