Mittwoch, Juni 08, 2005

 
Fortune dagsins
Never say you know a man until you have divided an inheritance with him.
-- höf óþekktur

Minnir mig bara á kóktappamálið hér forðum. Sorglegt.


Helstu tíðindi
Laugardagurinn 4. júní var alveg geggjaður paraglidingdagur. Morguninn lofaði ekki allt of góðu því við keyrðum alla leiðina að Kögunarhólnum og tilbaka í Hveragerði til þess eins að æfa smá groundhandling. Maður hafði samt gott af æfingunni og fékk ærlega að svitna eins og sést á myndinni hér að neðan.

Alveg að ná honum upp Posted by Hello

Síðan kom rigning og hélt ég að dagurinn væri á enda en sem betur fer var það ekki raunin. Ég brunaði heim, sótti Skjöld Orra og keyrðum við svo saman að Hafrafellinu þar sem "Hafragrauturinn" var réttóbyrjaður. Þetta er svifdreka/paragliding-mót þar sem helmingur af stigunum er gefinn fyrir búninginn og hinn helmingur fyrir punktlendingu. Mátti því líta alls kyns furðuverur augum eins og: gula brandarakjúklinginn, gasgrímukallinn, Tuborgkonuna, riddara íslands og manninn með ofurlanga borðann.

Við feðgarnir nutum veðurblíðunnar og röltum saman upp fjallið þar sem við fylgdumst með köppunum fara af stað og í sumum tilfellum rétti ég fram hjálparhendi eins og sést á meðfylgjandi mynd er þetta ekkert smá klifur.

Startið sést efst til vinstri Posted by Hello

Mjög skemmtilegur dagur og læt ég þessa mynd fylgja af einum keppendanna lenda. Takið eftir þeim bláa í bakgrunninum sem er enn í loftinu.

Halamaðurinn að lendaPosted by Hello

Rúsínan í pylsuendanum var þó eftir, því kl. 18:00 hittumst við á námskeiðinu, brunuðum aftur í Hafrafellið og fór ég hvorki né minna en 5 ferðir. Fjórar fyrri úr ca 2/3 hæð en þá síðustu næstum frá topp.

Vegna misskilnings og græðgi tókst mér því miður að komast í óþökk hjá kennurunum. Málið var að ég var búinn að biðja um að fá að fara hærra þar sem ég var orðinn nokkuð leiður á lágu flugunum ólíkt hinum sem höfðu ekki verið á námskeiðinu frá því í byrjun. Loksins kom jáyrðið og dreif ég mig því upp að "the black spot", afpakkaði og gerði mig tilbúinn fyrir flugið. Hinn kennarinn sem er alltaf uppi með okkur og tékkar hvort allt sé í lagi var þó hvergi í sjónmáli og brast mig að lokum þolinmæðin og gerði það sem ég átti ekki að gera...
Ég fór af stað án þess að hafa fengið samþykki!

Skiljanlega urðu þeir mjög reiðir og baðst ég að sjálfsögðu að fyrra bragði afsökunar og reyndi ekki að verja gjörðir mínar. Að vísu sagði sá sem valdið hefur, að þeir vissu að ég gæti þetta, en svona framkoma er eins og gefur að skilja algjört taboo og fyrir neðan allar hellur því það setur slæmt fordæmi og er fyrsta skrefið í að kennarinn missi stjórn á lýðnum.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?