Dienstag, Juni 21, 2005

 
Fortune dagsins
Carpe diem
-- Latneskt spakmæli

Minnir mig á tvennt: annars vegar hljómsveitina sem fyrrverandi bekkjarbróðir minn hann Frans með zetu var í á sínum tíma og hins vegar myndina Dead Poets Society sem er alveg frábær. Íslenska útgáfan er sennilega: "Hver er sinnar gæfusmiður".


Helstu tíðindi
Ég er nýkominn úr víking frá Englandi þar sem við í Samkór Reykjavíkur gerðum garðinn frægan og vöktum sennilega ekki minni lukku en collegar okkar í Stuðmönnum þegar þeir spiluðu í Royal Albert Hall.

Hvað var svo eftirminnilegast? Af mörgu er að taka en það sem kemur fyrst upp í huga mér er kynningarferðin í Cambrige, tónleikarnir þrír, svínaveislan, að hitta Dóra góðvin og svo verslunarferðin í Milton Keynes shopping center sem alveg svakalega stór verslunarmiðstöð... svona eins og 10 kringlur á lengd. Mitt helsta afrek þar var að kaupa þessa skó sem kostuðu alveg sitt.


Ætli gillz fíli þessa? Posted by Hello

Á döfinni eru nokkur þrítugsafmæli, paraglidingpælingar, árleg fjölskylduferð svo eitthvað sé tekið til.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?