Montag, März 21, 2005
Fortune dagsins
A man and a woman are driving home from a date.
The man stops the car, and the woman says: "Oh no, you aren't going to pull the "out of gas" routine!"
The man says: "No, it's the "hereafter" routine. If you're not here after what I'm here after, then you're going to be here after I'm gone."
Hmmm ég prófaði aldrei þessa hössl-rútínu þegar ég var ungur enda lítur hún út fyrir að vera í grófari kantinum.
Helstu tíðindi
Fór stutt til Sverige á fimmtudaginn og afrekaði það að láta sama leigubílstjórann féfletta mig tvisvar sinnum. Fyrst þegar við komum frá Arlanda en þá veifaði þessi geðþekki bílstjóri til okkar Hemma og settumst við í hjá honum, svaka skrautlegur gaur sem vildi benda okkur á góðan skemmtistað með fallegum konum! en við afþökkuðum pent og höfðum gaman af. Næst bauðst kauði til að sækja okkur eftir fundinn og fannst okkur það góð hugmynd og þökkuðum kærlega fyrir.
Nema hvað... Gunni, sem er aðeins sjóaðri en við hvað Stockholmsleigubílaferðir varðar, var með okkur í bakaleiðinni og hann rak í rogastans þegar hann sá verðið: 800 SEK og var alveg hundfúll við bílstjórann fyrir að fara svona með okkur (og á ég nú nokkra sök í máli þar sem ég hafði varla svo mikið sem litið á helv. kvittunina frá fyrri ferðinni).
Í ljós kom eftir smá eftirgrennslan að flest félögin bjóða upp á fast verð í borgina, sem er á bilinu 400-450 SEK. En maður verður að ganga úr skugga um dílinn fyrirfram og því eru líkurnar á því að eitthvað fáist endurgreitt = 0. BÖMMER og þetta gerist sko ekki aftur.
Í gær var ferming hjá Þorbjörgu Eggertsdóttur frænku sem er jafnframt yngsta barnabarn ömmu og afa, blessuð sé minning þeirra. Þetta var alveg stórfín veisla og maturinn mjög góður, eina sem vantaði var að hafa smá "extra" í marsipantertunni því mér finnst það svo gott. Þessu er víst alltaf sleppt nú á dögum af tillitssemi til barnanna.... Ísland er smám saman að breytast í lögregluríki að amerískri fyrirmynd.
A man and a woman are driving home from a date.
The man stops the car, and the woman says: "Oh no, you aren't going to pull the "out of gas" routine!"
The man says: "No, it's the "hereafter" routine. If you're not here after what I'm here after, then you're going to be here after I'm gone."
Hmmm ég prófaði aldrei þessa hössl-rútínu þegar ég var ungur enda lítur hún út fyrir að vera í grófari kantinum.
Helstu tíðindi
Fór stutt til Sverige á fimmtudaginn og afrekaði það að láta sama leigubílstjórann féfletta mig tvisvar sinnum. Fyrst þegar við komum frá Arlanda en þá veifaði þessi geðþekki bílstjóri til okkar Hemma og settumst við í hjá honum, svaka skrautlegur gaur sem vildi benda okkur á góðan skemmtistað með fallegum konum! en við afþökkuðum pent og höfðum gaman af. Næst bauðst kauði til að sækja okkur eftir fundinn og fannst okkur það góð hugmynd og þökkuðum kærlega fyrir.
Nema hvað... Gunni, sem er aðeins sjóaðri en við hvað Stockholmsleigubílaferðir varðar, var með okkur í bakaleiðinni og hann rak í rogastans þegar hann sá verðið: 800 SEK og var alveg hundfúll við bílstjórann fyrir að fara svona með okkur (og á ég nú nokkra sök í máli þar sem ég hafði varla svo mikið sem litið á helv. kvittunina frá fyrri ferðinni).
Í ljós kom eftir smá eftirgrennslan að flest félögin bjóða upp á fast verð í borgina, sem er á bilinu 400-450 SEK. En maður verður að ganga úr skugga um dílinn fyrirfram og því eru líkurnar á því að eitthvað fáist endurgreitt = 0. BÖMMER og þetta gerist sko ekki aftur.
Í gær var ferming hjá Þorbjörgu Eggertsdóttur frænku sem er jafnframt yngsta barnabarn ömmu og afa, blessuð sé minning þeirra. Þetta var alveg stórfín veisla og maturinn mjög góður, eina sem vantaði var að hafa smá "extra" í marsipantertunni því mér finnst það svo gott. Þessu er víst alltaf sleppt nú á dögum af tillitssemi til barnanna.... Ísland er smám saman að breytast í lögregluríki að amerískri fyrirmynd.