Dienstag, März 08, 2005
Fortune dagsins
I never pray before meals -- my mom's a good cook.
-- Höfundur óþekktur
Ég er alveg sama sinnis þótt langt sé síðan mútta eldaði morgunmat handa mér, mig minnir að það hafi verið sérsvið pabba að búa til hafragrautinn en mér gæti misminnt. Og hvað bænirnar varðar þá hefur aldrei farið neitt sérstaklega mikið fyrir þeim í lífi mínu.
Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að vera sannkristinn drengur og fara reglulega í sunnudagsskólann en fannst stinga svolítið í stúf að breiða út kristilegan boðskap um kærleika, fyrirgefningu, jafnrétti o.s.frv. í aðra áttina en mismuna okkur börnunum með því að halda stíft bókhald um mætingu sem myndi svo ákvarða hverjir fengju að fara í Vatnaskóg um sumarið. Nei þar var mér misboðið og gaf því bara frat í skólann góða.
Satt að segja held ég að eina skiptið sem eitthvað hefur farið fyrir borðbæn hjá mér var þegar farið var í æfingabúðir með Ten-Sing, sem var svona unglinga-kristileg-poppkórs-blanda til þess ætluð að trekkja að í skjóli skemmtilegs söngstarfs. Þetta virkaði ágætlega um tíma vegna þess að undirrituðum finnst gaman að syngja og síðan var ansi myndarleg ljóska í hópnum sem mér leist síður en svo illa á.
Hvað um það, í þessum búðum var farið með morgunbæn, matarbæn, aftanbæn, kvöldmatarbæn og kvöldvökubæn.... einum of mikið af því góða.
Helstu tíðindi
Árshátíðin var þrusugóð, eins og þær eru alltaf í Kauphöllinni, og tókst okkur hjónunum að dansa og dansa. Maturinn var til fyrirmyndar en rúsínan í pylsuendanum var hið aðkeypta skemmtiatriði... "Breiðbandið" sem er 3ja manna grúppa: Banjóleikari+söngvari, gítarleikari+söngvari og feitur söngvari sem fóru með stundum frekar vafasamar vísur. En þeir voru duglegir að gera grín að sjálfum sér og "rokkuðu bara nokkuð feitt".
I never pray before meals -- my mom's a good cook.
-- Höfundur óþekktur
Ég er alveg sama sinnis þótt langt sé síðan mútta eldaði morgunmat handa mér, mig minnir að það hafi verið sérsvið pabba að búa til hafragrautinn en mér gæti misminnt. Og hvað bænirnar varðar þá hefur aldrei farið neitt sérstaklega mikið fyrir þeim í lífi mínu.
Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að vera sannkristinn drengur og fara reglulega í sunnudagsskólann en fannst stinga svolítið í stúf að breiða út kristilegan boðskap um kærleika, fyrirgefningu, jafnrétti o.s.frv. í aðra áttina en mismuna okkur börnunum með því að halda stíft bókhald um mætingu sem myndi svo ákvarða hverjir fengju að fara í Vatnaskóg um sumarið. Nei þar var mér misboðið og gaf því bara frat í skólann góða.
Satt að segja held ég að eina skiptið sem eitthvað hefur farið fyrir borðbæn hjá mér var þegar farið var í æfingabúðir með Ten-Sing, sem var svona unglinga-kristileg-poppkórs-blanda til þess ætluð að trekkja að í skjóli skemmtilegs söngstarfs. Þetta virkaði ágætlega um tíma vegna þess að undirrituðum finnst gaman að syngja og síðan var ansi myndarleg ljóska í hópnum sem mér leist síður en svo illa á.
Hvað um það, í þessum búðum var farið með morgunbæn, matarbæn, aftanbæn, kvöldmatarbæn og kvöldvökubæn.... einum of mikið af því góða.
Helstu tíðindi
Árshátíðin var þrusugóð, eins og þær eru alltaf í Kauphöllinni, og tókst okkur hjónunum að dansa og dansa. Maturinn var til fyrirmyndar en rúsínan í pylsuendanum var hið aðkeypta skemmtiatriði... "Breiðbandið" sem er 3ja manna grúppa: Banjóleikari+söngvari, gítarleikari+söngvari og feitur söngvari sem fóru með stundum frekar vafasamar vísur. En þeir voru duglegir að gera grín að sjálfum sér og "rokkuðu bara nokkuð feitt".