Montag, Januar 27, 2003
Helgarnar eru alltaf jafnskemmtilegar hjá okkur og er sökudólgurinn ávallt sá sami: Skjöldur Orri. Það er alveg ótrúlegt hvernig honum tekst ætið að velja þessa 2 daga vikunnar til þess að verða veikur. Auðvitað er ekki hægt að kenna honum um heldur hugsa vel um hann og hlakka til helgarinnar þar á eftir ef svo skemmtilega vildi til að SO yrði nú ekki aftur lasinn.
Annars var hitinn þetta skiptið í hærri kantinum eða 40+°C svo við tókum þá ákvörðun að láta lækni kíkja á hann, sér í lagi eyrun og lungun því hann hafði fengið eyrnabólgu og bronkítis fyrir jól og það er aldrei of varlega farið. Allt reyndist í góðu lagi og sá Dr-inn ekki ástæðu til að gera eitthvað drastískt fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudaginn. Sem betur fer sýnist mér sem þetta sé allt á góðri leið og getur vel verið að við komumst í sund um næstu helgi.
Annars var hitinn þetta skiptið í hærri kantinum eða 40+°C svo við tókum þá ákvörðun að láta lækni kíkja á hann, sér í lagi eyrun og lungun því hann hafði fengið eyrnabólgu og bronkítis fyrir jól og það er aldrei of varlega farið. Allt reyndist í góðu lagi og sá Dr-inn ekki ástæðu til að gera eitthvað drastískt fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudaginn. Sem betur fer sýnist mér sem þetta sé allt á góðri leið og getur vel verið að við komumst í sund um næstu helgi.