Sonntag, Dezember 08, 2002

 
Í gær innheimtum við jólagjöfina okkar frá leikskólanum hans Skjaldar. Gjöfin var nefnilega þannig að okkur var boðið að setja strákinn í leikskólann á laugardegi svo að við gætum eytt smá gæðatíma saman. Þetta var nú aldeilis ekki slæm gjöf, byrjuðum á því að fara á 50% útsöluna í Matinique/InWear, síðan fórum við á Starbucks og fengum okkur jóladrykkinn.... Mmmm sá var sko ekki af verri kantinum.

Um kvöldið eldaði Elma þetta ljúffenga sjávarréttadæmi og gæddum við okkur á hvítvíninu sem mamma kom með síðast er hún var hér í heimsókn. Góður dagur þetta.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?