Donnerstag, Juli 25, 2002

 
Langt síðan ég skrifað eitthvað á blogginn minn. Hvað hefur gengið á....

Þann 4. júlí átti BNA afmæli en hverjum er svo sem ekki sama. Ég spáði a.m.k. lítið í þá ameríkubúa heldur þeim mun meir í hana eiginkonu mína sem fagnaði sínum 27. afmælisdegi. Í tilefni dagsins gaf Skjöldur Orri henni úr frá Swatch sem hefur lágmarksþykkt, þ.e. kallast SKIN.

Að loknu misserinu var spennufallið svo mikið að ég fékk ælupest og var síðan veikur í heila viku, góð byrjun á sumarfríi það. Ekki bætir úr skák að veðrið hefur verið hrikalega leiðinlegt þetta sumarið, allavega ekkert til þess að hrópa húrra fyrir.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?