Mittwoch, Juli 31, 2002
Komin a flugvollinn a leid til Alicante. Svaka fjor og verdur eflaust gaman ad hitta slektid a vellinum i nott. Velin ku vera full svo vid faum liklega ekki laust saeti fyrir hann Skjold Orra en thad verdur bara ad hafa thad, 2ja tima flug er heldur ekki svo mikid!
Donnerstag, Juli 25, 2002
Langt síðan ég skrifað eitthvað á blogginn minn. Hvað hefur gengið á....
Þann 4. júlí átti BNA afmæli en hverjum er svo sem ekki sama. Ég spáði a.m.k. lítið í þá ameríkubúa heldur þeim mun meir í hana eiginkonu mína sem fagnaði sínum 27. afmælisdegi. Í tilefni dagsins gaf Skjöldur Orri henni úr frá Swatch sem hefur lágmarksþykkt, þ.e. kallast SKIN.
Að loknu misserinu var spennufallið svo mikið að ég fékk ælupest og var síðan veikur í heila viku, góð byrjun á sumarfríi það. Ekki bætir úr skák að veðrið hefur verið hrikalega leiðinlegt þetta sumarið, allavega ekkert til þess að hrópa húrra fyrir.
Þann 4. júlí átti BNA afmæli en hverjum er svo sem ekki sama. Ég spáði a.m.k. lítið í þá ameríkubúa heldur þeim mun meir í hana eiginkonu mína sem fagnaði sínum 27. afmælisdegi. Í tilefni dagsins gaf Skjöldur Orri henni úr frá Swatch sem hefur lágmarksþykkt, þ.e. kallast SKIN.
Að loknu misserinu var spennufallið svo mikið að ég fékk ælupest og var síðan veikur í heila viku, góð byrjun á sumarfríi það. Ekki bætir úr skák að veðrið hefur verið hrikalega leiðinlegt þetta sumarið, allavega ekkert til þess að hrópa húrra fyrir.
Mittwoch, Juli 03, 2002
Það er gaman að því hvað Skjöldur Orri er orðinn kaldur karl. Elma sagði mér frá því að heima á Íslandi var Skjöldur "skræfa" fjarverandi en Skjöldur hinn hugaði kominn í staðinn. T.d. henti hann sér af bakkanum í Laugardalslauginni ofan í barnalaugina til hans langaafa síns o.s.frv.
Ekki var svo nein breyting á þegar heim var komið, Elma fór með guttann í Freibad Heuried og óð hann út í jökullónið alveg upp að nafla, einnig var hann ekki í neinum vandræðum með litlu rennibrautina þrátt fyrir að upp úr henni miðri spýtist ískalt vatnid. Ekki veit ég hvaðan hann hefur þetta -tvhí ég hef aldrei verið þekktur fyrir að vera sérstaklega hugaður.
Ekki var svo nein breyting á þegar heim var komið, Elma fór með guttann í Freibad Heuried og óð hann út í jökullónið alveg upp að nafla, einnig var hann ekki í neinum vandræðum með litlu rennibrautina þrátt fyrir að upp úr henni miðri spýtist ískalt vatnid. Ekki veit ég hvaðan hann hefur þetta -tvhí ég hef aldrei verið þekktur fyrir að vera sérstaklega hugaður.