Dienstag, Mai 28, 2002

 
Árshátíðin var svaka fín og var svo mikið sungid að ég missti næstum því röddina. Sökum þess hve gaman mér finnst að syngja lét ég til leiðast að stýra fjöldaafmælissöng sem heppnaðist bara ágætlega. Að því búnu kom ca. sextug svissnesk kona mér að máli og spurði hvort ég hefði íhugað pólitískan feril þvi ég hefði svo "örugga og sannfærandi framkomu". Ég hélt nú ekki, svaraði ég henni að bragði en þad fyndna er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég hef verið spurður að einmitt þessu sama.

Hvað um þad, a laugardaginn útskrifaðist hún Sigga Dóra frænka úr Verzló og hún Jóhanna dóttir Inga og Ingu úr Kvennó að mig minnir, það verður bara einhver að setja leiðréttingu i ummælin eða tölvupósti skyldi ég fara með rangt mál.

Margt á seyði, því á sunnudaginn héldum við hjónin upp á pappírsbrúðkaup, þ.e. tveggja ára samveru í hjónabandi. Að því tilefni grilluðum við hörpuskel í beikoni og drukkum eina flösku af Mumms Gordon Rouge með, þið vitið þetta sem formúlu-ökuþórarnir nota til þess að sprauta yfir sig að sigri loknum. Í eftirrétt... súkkulaðihúðuð jarðaber Mmmmm.

Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?