Mittwoch, Mai 29, 2002

 
DVD er eitthvað það besta fyrirbæri sem ég hef kynnst, sér í lagi ef litið er framhjá þeirri leiðinlegu mismununarstefnu sem framleiðendurnir reyna og geta fylgt eftir í skjóli svæðiskerfisins. Fyrir utan hvað hljóð og mynd eru skýr þá er möguleikinn að hafa fleiri ein eitt tungumál i tali sem og texta alveg óborganlegur. T.d. gætum við keypt úrvalsteiknimyndina Shrek með íslenskum texta fyrir Skjöld Orra en jafnframt haft þann enska líka fyrir okkur hjónin. Hrein snilld.

Hvað um þad, ástæðan fyrir þessum vangaveltum mínum er sú að um daginn tók Elma myndina "Das Experiment" á bókasafninu og horfðum við á hana í fyrradag. -Thess mynd byggist mjög lauslega á tilraun sem framkvæmd var i Paulo Alto fyrir nokkrum áratugum síðan og var í upphafi hugsað sem saklaus atferlisathugun er snérist upp í verstu hrollvekju. Ég mæli sérstaklega með þessari mynd (já hún er á þýsku) því leikstjóranum tekst a sannfærandi hátt ad sýna hvernig samskipti fanganna annars vegar og fangaverðinna hins vegar þróast ur glens og leik yfir í hina fúlustu alvöru. Leikur Moritz Bleibtreu, sem fer með hlutverk fanga númer 77, er einnig afburðagóður.
Comments: Kommentar veröffentlichen



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?