Donnerstag, Juni 21, 2007
Freitag, Juni 15, 2007
Fortune dagsins
Anybody with money to burn will easily find someone to tend the fire.
-- Höf. óþekktur
Það verður víst aldrei vandamál að eyða peningum.
Helstu tíðindi
Anybody with money to burn will easily find someone to tend the fire.
-- Höf. óþekktur
Það verður víst aldrei vandamál að eyða peningum.
Helstu tíðindi
Loksins er maður á leiðinni til Sviss eftir tæplega fjögurra ára fjarveru. Við munum nýta dagana til hins ítrasta og heimsækja Kristján, Gunna&Tótu, Daniel Künzler og aðra sem hafa reynst okkur vel. Í bónus hef ég haft samband við eitt svifdrekafélagið og stendur mér til boða að taka einn intensívan dag t.d. 24. júní ef vel viðrar og fljúga eins og fuglinn frjálsi í ölpunum.
Bara flott
Vonandi mun okkur gefast tími til að kíkja til Zermatt (sjá Mattehorn), Fara á Hiltl sem er besti grænmetisstaður í heimi, tónleika?, fara upp á Ütlibergið, labba niður Bahnhofstrasse og svo má lengi telja.
Aðrar fréttir
Við vorum að fá aðgang að skjánum og öllum þeim stöðvum sem honum fylgja. Það verður eflaust gaman að kíkja aftur á þýskumælandi stöðvarnar og sjá góðkunningja okkar þá Stefan Raab og ofurþáttinn Wetten Dass sem stendur fyrir sínu.
En í kvöld er stefnan tekin á Valbjarnarvöll þar sem Þróttur tekur á móti Njarðvíkinni. Sem sannir þróttaraforeldrar mætum við á svæðið og styðjum "okkar" lið.
Freitag, Juni 08, 2007
Fortune dagsins
The true way goes over a rope which is not stretched at any great heightbut just above the ground. It seems more designed to make people stumblethan to be walked upon.
-- Franz Kafka
Helstu tíðindi
Ég er búinn að selja vænginn og harnessið! Jú það er alveg dagsatt enda brenn ég í vítislogum af angistarkvölum þegar vel viðrar því þá langar mig svo rosalega upp á fjall. En þetta er liður í sjálfsögun og sjálfsstjórn því ég hef ákveðið að einbeita mér að golfinu þetta sumarið ásamt öðrum plönum sem munu fá forgang og síðan,
Síðan ætla ég að upgrade-a búnaðinn og fá mér nýtt sett næstkomandi vor, en bis dann....
MR búið og það til langs tíma því starf mitt hjá Askar er þess eðlis að ekki verður hægt að stunda þetta skemmtilega "áhugamál" áfram. Ég hef allavega lært heilmikið á þessu sem og börnin vonandi en ég verð að viðurkenna að ég sakna þess soldið og finnst sem ég hafi misst góða vini.
The true way goes over a rope which is not stretched at any great heightbut just above the ground. It seems more designed to make people stumblethan to be walked upon.
-- Franz Kafka
Helstu tíðindi
Ég er búinn að selja vænginn og harnessið! Jú það er alveg dagsatt enda brenn ég í vítislogum af angistarkvölum þegar vel viðrar því þá langar mig svo rosalega upp á fjall. En þetta er liður í sjálfsögun og sjálfsstjórn því ég hef ákveðið að einbeita mér að golfinu þetta sumarið ásamt öðrum plönum sem munu fá forgang og síðan,
Síðan ætla ég að upgrade-a búnaðinn og fá mér nýtt sett næstkomandi vor, en bis dann....
MR búið og það til langs tíma því starf mitt hjá Askar er þess eðlis að ekki verður hægt að stunda þetta skemmtilega "áhugamál" áfram. Ég hef allavega lært heilmikið á þessu sem og börnin vonandi en ég verð að viðurkenna að ég sakna þess soldið og finnst sem ég hafi misst góða vini.