Donnerstag, Dezember 28, 2006

 
Fortune dagsins
The reverse side also has a reverse side.
-- Japanese proverb

Ég er ekki alveg að ná þessum en það kemur vonandi.


Helstu tíðindi
Þann 12. - 14. des var ég á fundum í Sverige sem er ekki í frásögu færandi nema vegna þess að síðasta fundi ársins hefur fylgt ferð á jólahlaðborð sem er alltaf skemmtileg tilbreyting. Maður fær tækifæri að mingla betur við samstarfsaðilana og kynnast þeim betur sem persónum. Hlaðborðið þetta skiptið var óvenjulega gott; byrjað á að taka ferju út í eyju rétt fyrir utan Stockholm þar sem okkar beið þetta glæsilega jólahlaðborð sem var fallegt á að sjá og bragðaðist alveg prýðilega. Um miðbikið birtist svo lúsíukór sem söng hvert jólalagið á fætur öðru, það fór um mig léttur fiðringur því ég kannaðist við nokkur lögin frá því í æsku.

Laugardaginn 16. des fórum við feðgarnir á fótboltamót í Egilshöll. Sköldur lék síður en svo á als oddi í fyrsta leiknum sínum því hann stóð bara kyrr á vellinum eins og frostpinni og fór að háskæla þegar þjálfarinn tók hann útaf. Ég gerði mitt besta til að hugga drenginn en langaði satt að segja mest til að grafa hausinn ofan í sandinn, "hvað er í gangi!" hugsaði ég. Hvað um það, við horfðum saman á næsta leik og eftir dágóða stund sagði mökkurkálfinn að hann langaði til að spila aftur, "ok farðu þá til þjálfarans og segðu honum það".

Það var eins og fótboltaandinn hefði komið yfir drenginn því hann hljóp fram og tilbaka, varðist eins og ljón í vörninni og geystist fram völlinn tilbúinn að grípa tækifærið. Og viti menn, kappinn átti góða spretti, gaf nokkrum sinnum ágætar sendingar á samherja sína og uppskar að lokum laun erfiðiðsins þegar hann tók viðstöðulaust á móti hornspyrnu og þrumaði knettinum í netið. Þetta var minn strákur! og ég náði ekki af mér brosinu fyrr en seint um kvöldið.

Sonntag, Dezember 24, 2006

 
Fortune dagsins
Kites rise highest against the wind -- not with it.
-- Winston Churchill

Enn eitt gullkornið frá meistara Churchill.


Helstu tíðindi


Gleðileg Jól öllsömul!

Dienstag, Dezember 19, 2006

 
Fortune dagsins
Joshu: What is the true Way?
Nansen: Every way is the true Way.
J: Can I study it?
N: The more you study, the further from the Way.
J: If I don't study it, how can I know it?

N: The Way does not belong to things seen: nor to things unseen. It does not belong to things known: nor to things unknown. Do not seek it, study it, or name it. To find yourself on it, open yourself as wide as the sky.
-- Höf. óþekktur

Þetta er ekkert smá djúpt... en mér líkar það.


Helstu tíðindi
Við hjónin skruppum í 5 daga ferð til NY þann 6. des síðastliðinn og var markmiðið tvíþætt. Í fyrsta lagi að versla, versla og versla meira og í öðru lagi að borða góðan og fallegan mat. Vorum ekki með neinar sérstakar áætlanir um að skoða fræga staði eða byggingar því við tókum þann pakka 1998.


NY NY baby

Hvað var svo keypt?
1. Toys for us
Jólagjöf handa Skildi Orra, nema hvað.

2. Virgin Megastore
Létum greipar sópa í þessari glæsilegu verslun sem fær BT og Skífuna til að fölna svo ekki sé meira sagt. Af dvd titlum skal nefna Babettes Gæstebud, American Pie unsencored, Highlander, Better off dead, Schindlers List ofl. ofl. Minna fór fyrir CD kaupum en ég lét mig þó hafa það að kaupa Rubber Soul á 10 dollara!

3. Barnes and Nobles
Bækur ahhh, ég froðufelli næstum við tilhugsunina. Risabókabúð á 4 hæðum og má finna rit um hvað það sem hugurinn girnist. Keypti 2 Schaums Outline (önnur um rafeindatækni og hin um Calculus), spænskubók og síðan eina fyrir drenginn sem kennir manni að búa til skutlur, 110 talsins ef ég man rétt.

4. Föt og þess háttar
En það er leyndó, a.m.k. fram að jólum.


Hvar var síðan borðað?
1. Lombardi's Pizza: Geggjaðar
2. Café Habana: flottur cúbverskur hádegismatur.
3. Sushi Yasuda: Ódýrasti kvöldmaturinn en jafnframt einn af þeim betri. Toppurinn var Shushi með úrvalsblátúnfiski.
4. Taó: Þvílíkt flottur staður, risastórt búddalíkneski á gólfinu og allir gestirnir eins og klipptir úr glanstímaritum... ég fékk gæsahúð. Fiskurinn var geggjaður.
5. Asia de Cuba: Besti maturinn og þjónustan, einnig mjög flottur og bar þar af léttsteiktur túnfiskur með wasabikartöflumús.

Það er nokkuð ljóst að ég hlakka mikið til að kíkja aftur til NY.


MR krókurinn
Búinn að fara yfir og gekk flestum mjög vel. Best að fjölyrða sem minnst því það er svo afstætt hvað fólki finnst vera gott og hvað ekki.

Freitag, Dezember 01, 2006

 
Fortune dagsins
While riding in a train between London and Birmingham, a woman inquired of Oscar Wilde,
"You don't mind if I smoke, do you?"

Wilde gave her a sidelong glance and replied,
"I don't mind if you burn, madam."
-- Höf. óþekktur

Þetta er rétti andinn


Helstu tíðindi
Nú erum við orðin hluti af OMX samsteypunni. Heja OMX


Eintóm sæla

This page is powered by Blogger. Isn't yours?