Donnerstag, November 30, 2006

 
Fortune dagsins
Q: What's the difference between an oral and a rectal thermometer?
A: The taste.
-- Höf. óþekktur


Helstu tíðindi
Jólahlaðborð á Apótekinu annað kvöld, ég get varla beðið. Ég hlýt að hafa verið stór og feitur göltur í fyrra lífi því mér finnst svo einstaklega gaman að borða góðan mat.

Annars er frá litlu að segja, hugsa hugsa, jú kannski eitt enn. Ég horfði á myndina "Thank you for Smoking" um daginn og er hún frábær að mínu mati. Eini gallinn er að mér fannst Aaron Eckhart sýna svolítinn aulaleik og handritið kafaði ekki alveg nógu djúpt. Ég held að þetta sé enn eitt dæmið um að hollywood vill útskýra öll smáatriði í hörgul svo að áhorfendur skilji alveg örugglega hvað verið er að fara í stað þess að láta mann átta sig sjálfan á t.d. hvers vegna A segir þetta við B og öfugt. Fyrir vikið eiga persónurnar það til að virka grunnhyggnar og yfirborðskenndar.


MR krókurinn
Búinn að reikna mig í gegn um jólaprófið sem krakkarnir fá. Að sjálfsögðu er það sanngjarnt og verður spennandi að sjá hvernig ungmennin spjara sig. Stór hluti af kennaraeinkunn er í húfi.

Montag, November 27, 2006

 
Fortune dagsins
"I suppose you expect me to talk."
"No, Mr. Bond. I expect you to die."
-- Goldfinger

Eitt af flottari mómentum í sögu 00 7


Helstu tíðindi
Jólahlaðborðavertíðin er hafin sem þýðir að aukakílóin munu hrannast upp næstu vikurnar. Fyrst var það Sjávarkjallarinn með vinum mínum og konum síðastliðinn fimmtudag, á laugardaginn jólahlaðborð hjá vinnunni minni, í gær föndurkvöld heima og næstkomandi föstudag er það vinnan hjá Elmu. Sem sagt meir en nóg að gera í átinu.

Síðan er það New York í nokkra daga áður en jólin koma... Hmmm við munum versla, kíkja á söfn, central park og snæða á nokkrum af betri veitingastöðum borgarinnar. Gott dæmi er Sushi Yasuda þar sem kokkurinn skoðar gestinn áður en hann ákveður hvers lags bita skuli bjóða upp á eða eins og segir á þessari vefsíðu:
"Yasuda understands that each person sitting at his counter has different tastes, different degrees of "sushi experience," different energy levels and moods. He prepares each meal accordingly. Yasuda even considers the size and shape of a person's mouth. "

Donnerstag, November 16, 2006

 
Fortune dagsins
You can drive a horse to water, but a pencil must be lead.
-- Höf. óþekktur


Helstu tíðindi
Það er kalt úti. Það er kalt úti. Það er svo hrikalega ömurlega kalt úti að mér líður illa alveg frá hvirfli og niður í iljar. Því sit ég hér í úlpunni og hef ítrekað verið spurður að því hvort ég sé að fara að kenna eða hvort ég sé að fara á fund. Lol.

Engin rjúpa á laugardaginn því Skjöldur Orri er að fara að keppa í fótbolta á laugardaginn og það í lengst í rassgati (Lesist Keflavík). Að því loknu er ættarmót þar sem niðjar langafa og langömmu (Guðrúnar Guðmundsdóttur og Guðmundar Bjarnasonar á Mosvöllum í Önundarfirði) munu hittast og gera sér glaðan dag. Alltaf gaman að hitta fjölskylduna.


MR krókurinn
Ég hef komist að því að innst inni er ég sadisti, allavega er engin önnur útskýring trúverðug á því hvers vegna síðast skyndiprófið var svona langt, strembið og loðið. Ég mun því gera mitt besta til að endurtaka ekki þennan miður skemmtilega gjörning.

Freitag, November 10, 2006

 
Fortune dagsins
He used to kiss her on her lips, but it's all over now.
-- Höf. óþekktur


Helstu tíðindi
Þegar ég blaðaði mig í gegn um moggann í morgun staldraði ég við hjá heilsíðuauglýsingu Árna Johnsens og gaf mér góðan tíma til að skoða hvaða snillingar væru að styðja framboð þessa fyrrverandi afbrotamanns. Jújú þarna er Kristján eftirherma, Þórlindur Kjartansson og Þorgrímur Þráinsson en sá sem vakti hvað mesta athygli mína var enginn annar en Gladiator og þá á ég við skylmingarþrælinn sem Russel Crowe lék svo eftirminnilega... "My name is Gladiator"


Ekki slæmt að hafa Gladiator á stuðningslistanum


30 krakka afmælisboð á morgun, ég á bara eftir að baka um 100 stk. pönnukökur með sykri og stússast hitt og þetta. Stuð.


Hróshornið
Hrósið fær Gladiator fyrir að slá skjaldborg um Árna Johnsen

Mittwoch, November 08, 2006

 
Fortune dagsins
Distrust all those who love you extremely upon a very slight acquaintance and without any visible reason.
-- Lord Chesterfield

Ég þarf a.m.k. ekki að hafa neinar áhyggjur þar sem við Elma erum búin að þekkjast í rúman áratug.


Helstu tíðindi
Skjöldur Orri er 6 ára í dag


Afmælisbarn dagsins

Það var strax ljóst að kappinn var spenntur fyrir deginum því um leið og hann vaknaði hljóp Skjöldur eins og eldibrandur að speglinum í forstofunni og reyndi að meta nákvæmlega hversu mikið hann væri búinn að stækka. Honum til mikilla vonbrigða var ekki mikil breyting greinilega en ég gerði mitt besta til að hughreysta strákinn og sagði að ekki væri spurning um að hann hefði þroskast töluvert og væri miklu mannalegri.

Hvernig á svo að fagna á eftir? Skv. hefðinni fær hann að ráða hvert verður farið að borða og bjuggumst við foreldrarnir við að einhver spennandi staður eins og t.d. McDonalds eða Kentucky í Mosó yrði fyrir valinu en nei...
"Ég vil fara á Sjávarkjallarann og fá exotic menu"

Glætan, bara að bulla. Án gríns þá vill afmælisbarnið fara á Café París og snæða eina eða tvær pönnukökur með sykri eins og við gerðum í sumar sælla minningar. Það verður bara fínt.


MR krókurinn
Nú þarf að keyra upp tempóið fyrir jólaprófið. Annars hefur þetta gengið svo vel síðustu vikurnar að mér er farið að líða hálfilla. 7-9-13.

Mittwoch, November 01, 2006

 
Fortune dagsins
Chef, n.: Any cook who swears in French.
-- Höf. óþekktur


Helstu tíðindi
Fór aftur á rjúpuveiðar þarsíðustu helgi en í þetta skiptið höfðu fiðruðu leirdúfurnar betur. Við fórum á sama stað og síðast, gengum yfir 10km en allt kom fyrir ekki og sáum við ekki eina einustu rjúpu allan þennan tíma. Hins vegar mátti greina 2 krumma og ca 30 snjótittlinga en hinir fyrrnefndu voru of langt í burtu og hinir síðarnefndu friðaðir.
Afraksturinn: 10 stykki ... nei ekki alveg, það munaði þessum eina!

Síðustu helgi var brugðið út af vananum og skytteríið alveg látið eiga sig. Ég hafði nefnilega planað "óvæntan dag" fyrir konuna og vissi hún ekkert á hverju var von. Ég byrjaði á því að ljúga hana fulla...
Q: Hvað á ég að taka með mér?
A: Ekkert taka þig neitt sérstaklega til, hafðu sundbol með.
Q: Ha sundbol?? Erum við að fara að synda?
A: Neinei, við verðum bara tvö í innnilauginni ásamt sérfræðingnum.
o.s.frv.

Í raun var þetta bara einfalt. Fyrst farið í baðstofuna í Laugum, síðan í klst nudd (2 karlmenn en það er önnur saga), aftur í baðstofuna og svo loks út að borða. Klassadagur!


Hróshornið
Fá að þessu sinni góðar kvikmyndir sem reyna að bæta heiminn, dæmi:
Pay it Forward
Dead Poets Society
As Good as it Gets
ofl.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?