Freitag, Oktober 20, 2006
I look at life as being cruise director on the Titanic. I may not get there, but I'm going first class.
-- Art Buchwald
Þetta er sko rétta viðhorfið!
Helstu tíðindi
Ein mynd segir meir en 1000 orð.
Ef einhverjum finnst þetta ógeðslegt þá þykir mér það leitt en ég verð að segja að mér hefur sjaldan liðið betur eftir að hafa farið úr bílnum snemma morguns í kulda og roki, labbað í margar klukkustundir áður en ég sá eitt einstaka fiðraða kvikindi, að hafa loksins loksins fundið og skotið fyrsta fuglinn.
Þetta var bara gaman en nú er ég ansi lúinn í öllum skrokknum.
Mittwoch, Oktober 18, 2006
How does the guy who drives the snowplow get to work in the mornings?
Hmmm.... kannski hann fari heim á snjóbílnum?
Helstu tíðindi
Eldur og brennisteinn! Þarsíðasta morgun þá afrekaði ég að stíga ofan á gleraugun mín með þeim afleiðingum að umgjörðin beyglaðist verulega öðru megin og glerið fór úr. Nú neyðist ég til að vera með linsurnar allan liðlangan daginn og er það ekki gott, sérstaklega á kvöldin þegar ég er farinn að þreytast.
Ég sótti Skjöld Orra úr fótboltanum í gær þar sem hann var á æfingu hjá 7. flokki Þróttar og eftir smá leit sá ég kappann þar sem hann sat á bekknum. Mig grunaði strax að eitthvað væri ekki með felldu og spurði hvers vegna hann væri ekki að spila og svaraði stráksi um hæl að hann mætti ekki spila vegna þess að hann tók ekki þátt í stórfiskaleiknum. Harður þjálfari!
Málið er að hann er svo hrikalega tapsár og vill af þeim sökum ekki vera klukkaður og í ljósi þess að hann hleypur ekki sérstaklega hratt þá einfaldlega sleppir Skjöldur því alveg að vera með. Ég verð því aðeins að ræða við íþróttamanninn og fá hann til að sjá að það er bara miklu skemmtilegra að vera stórfiskur því þá má maður klukka hina!
Mr krókurinn
Lenti í erfiðri aðstöðu á mánudaginn þar sem valið stóð á milli tveggja slæmra kosta. Ekki ósvipað því að vera staddur á járnbrautarstöð og geta valið hvort að stjórnlaus lest aki yfir tíu manns sem eru fastir á spori 1 með því að gera ekki neitt, eða að hún aki "aðeins" yfir einn sem er fastur á spori 2 með því að skipta sporinu. Hvað um það, stundum þarf því miður að vera leiðinlega harður til að lenda ekki í "úlfur, úlfur" síðar.
Tíminn í dag var aftur á móti mjög góður og held ég að almennt sé hópurinn á réttri braut.
Montag, Oktober 16, 2006
Winning isn't everything, but losing isn't anything.
-- Höf. óþekktur
Helstu tíðindi
Nú er ég kominn með bæði veiðileyfi og byssuleyfi og því ekkert til fyrirstöðu að ég skreppi upp á fjöll og skelli mér í rjúpu. Og hvað með byssuna? Þarf ekki eitt stykki frethólk eða BOOM-stick í verkið? Jú og þess vegna kom ég við í búðinni Vesturröst og prúttaði um eina Winchester tvíhleypu af gerð undir/yfir (það er hlaupin eru ekki samsíða hlið við hlið).
Ekki ljót þessi!
Donnerstag, Oktober 05, 2006
Fortune dagsins
The trouble with a kitten is that when it grows up, it's always a cat.
-- Ogden Nash.
Eitthvað svo satt við þessa fullyrðingu.
Helstu tíðindi
Nú er ég kominn með skotvopnaleyfi af gerð A sem þýðir að ég má skjóta úr og eiga haglabyssu nr. 12 eða minni, þó eigi sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum eða rifflum cal. 22 og minni, þó eigi sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum. Hákarlinn ætlar að lána mér einhleypu sem er alveg frábært. Ég fékk þó að taka smá forskot á sælunni því í verklegu kennslunni skutum við 5 skotum af minni riffli, 5 skotum af stærri riffli og var það alvöru hreindýrariffill með scope-i og öllu tilheyrandi svo mér leið eins og Robert DeNiro í Dear Hunter. Loks reyndum við fyrir okkur í leirdúfuskytteríi með tvíhleypu og gekk það svona la la, ég hitti ca 7 stykki af 25 sem telst varla glæsilegur árangur.
MR krókurinn
Jamm þessi liður er kominn aftur. Að vísu hef ég ekki frá miklu að segja fyrir utan að ég er með sömu krakkana og í fyrra og fæ því að fylgja þeim úr skólanum. Þyngst þetta árið vegur tegrun og reynir þá á þær undirstöður sem ég hef reynt að byggja upp á síðasta ári þegar við fórum í markgildi, samfelldni og diffrun. Einnig verður eitthvað farið í talningafræði, þrepun, runur og raðir en að mínu mati er langmikilvægast að börnin nái ágætu valdi á tegrunina og fái góða tilfinningu fyrir þessu öfluga tóli.